Ársreikningur
Ársreikningur
Festi á og rekur fyrirtæki sem eru leiðandi á matvörumarkaði, eldsneytis- og þjónustustöðvamarkaði og raf- og snjalltækjamarkaði. Rekstur fasteigna, kaup og sala á verðbréfum er einnig hluti af rekstri samstæðunnar.
Móðurfélagið Festi („félagið“) á dótturfélögin Krónuna sem rekur matvöruverslanir undir merkjum Krónunnar og Kr, N1 sem rekur þjónustustöðvar eldsneytis- og rafmagnssölu og ýmsa þjónustu tengda smur- og bifreiðaþjónustu, ELKO sem er stærsta raftækjaverslun landsins, Festi fasteignir sem á og rekur fasteignir samstæðunnar og Bakkann vöruhótel sem sérhæfir sig í vöruhúsaþjónustu og dreifingu.
Stjórn og stjórnarhættir
Stjórn Festi hefur sett sér starfsreglur og er þar leitast við að fylgja „Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja“ sem Viðskiptaráð Íslands, NASDAQ OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins gáfu út í endurskoðaðri útgáfu þann 1. júlí 2021. Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar á vef www.leidbeiningar.is.
Þórður Már Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformaður félagsins sagði sig úr stjórn þann 6. janúar 2022. Stjórnin skipti með sér verkum í kjölfarið og Guðjón Reynisson tók við sem stjórnarformaður. Aðalfundur verður í mars 2022 og fram að honum verða fjórir í stjórn félagsins. Í stjórninni nú eru þrjár konur og einn karl en samkvæmt samþykktum félagsins eiga stjórnarmenn að vera fimm. Frekari upplýsingar um stjórn og stjórnarhætti er að finna í viðaukanum Stjórnarháttayfirlýsing sem fylgir ársreikningnum.
Rekstur ársins 2021
Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu 2021 námu 101.052 millj. kr. (2020: 87.918 millj. kr.) og hækkuðu um 14,9% milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og matsbreytingar á árinu 2021 nam 10.118 millj. kr. (2020: 7.057 millj. kr.) og hækkaði um 43,4% milli ára. Samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu nam hagnaður ársins 4.972 millj. kr. (2020: 2.266 millj. kr.) og heildarafkoma ársins 6.557 millj. kr. (2020: 2.481 millj. kr.). Eigið fé félagsins í árslok var 33.910 millj. kr. (2020: 29.784 millj. kr.) að meðtöldu hlutafé að nafnverði 316 millj. kr. Vísað er til eiginfjáryfirlits um breytingar á eiginfjárreikningum á árinu. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar í árslok var 39,4% (2020: 35,7%).
Félagið gaf út afkomuspá 24. febrúar 2021 fyrir árið 2021 í tengslum við birtingu ársuppgjörs 2020, þar sem EBITDA afkoman var áætluð 7.500 - 7.900 millj. kr. Félagið hækkaði afkomuspá sína þrisvar á árinu, síðast í tengslum við birtingu uppgjörs þriðja ársfjórðungs í 9.800 til 10.200 millj. kr. EBITDA niðurstaða ársins nam 10.118 millj. kr. sem er umtalsvert betri en fyrsta afkomuspá ársins gerði ráð fyrir. Aukin umsvif hjá öllum dótturfélögum Festi skýra betri afkomu en einnig náðist hagræðing á ýmsum sviðum sem skilaði sér í lækkun einingakostnaðar. Þá var ekki gert ráð fyrir í upphaflegri spá, söluhagnaði eigna að fjárhæð 569 millj. kr. sem og hagnaði af olíu og gengisvörnum 598 millj. kr. sem færð eru í ársreikninginn.
Stöðugildi umreiknuð í heilsársstöf voru 1.176 og kynjahlutfall starfsmanna (karlar/konur) var 61/39. Aukin eftirspurn á heimsmarkaði ásamt hnökrum í mikilvægum aðfangakeðjum hefur leitt til vöruskorts og hækkandi vöruverðs á síðustu misserum sem mun auka verðbólgu sem er áhyggjuefni. Festi er með sterka fjárhagsstöðu og er félagið vel í stakk búið að takast á við verkefnin framundan.
Stjórn félagsins leggur til að greiddar verði 5 kr. arður á hvern hlut nafnverðs á árinu 2022 eða um 1.581 millj. kr.
Áhrif COVID-19 á rekstur ársins
COVID-19 heimsfaraldurinn hafði umtalsverð áhrif á rekstur samstæðunnar á árinu. Sala jókst á dagvöru- og raftækjamarkaði á meðan eldsneytissala og sala á veitingum á þjónustustöðvum félagsins hringinn í kringum landið var minni en í venjulegu árferði vegna færri ferðamanna. Félög samstæðunnar nýttu sér ekki úrræði stjórnvalda við þátttöku í launakostnaði á uppsagnarfresti, vegna lækkunar á starfshlutfalli eða önnur úrræði sem í boði voru.
Það er mat stjórnar og stjórnenda að samstæðan sé vel í stakk búin til þess að takast á við þær aðstæður sem tengjast COVID-19 heimsfaraldrinum. Það er trú stjórnenda að félagið hafi alla burði til að ná fjárhagsmarkmiðum sínum um hagnað og vöxt til framtíðar. Nánar er fjallað um áhrifin á starfssemi félagsins í viðauka við ársreikninginn um ófjárhagslega upplýsingagjöf.
Festi á og rekur fyrirtæki sem eru leiðandi á matvörumarkaði, eldsneytis- og þjónustustöðvamarkaði og raf- og snjalltækjamarkaði. Rekstur fasteigna, kaup og sala á verðbréfum er einnig hluti af rekstri samstæðunnar.
Móðurfélagið Festi („félagið“) á dótturfélögin Krónuna sem rekur matvöruverslanir undir merkjum Krónunnar og Kr, N1 sem rekur þjónustustöðvar eldsneytis- og rafmagnssölu og ýmsa þjónustu tengda smur- og bifreiðaþjónustu, ELKO sem er stærsta raftækjaverslun landsins, Festi fasteignir sem á og rekur fasteignir samstæðunnar og Bakkann vöruhótel sem sérhæfir sig í vöruhúsaþjónustu og dreifingu.
Stjórn og stjórnarhættir
Stjórn Festi hefur sett sér starfsreglur og er þar leitast við að fylgja „Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja“ sem Viðskiptaráð Íslands, NASDAQ OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins gáfu út í endurskoðaðri útgáfu þann 1. júlí 2021. Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar á vef www.leidbeiningar.is.
Þórður Már Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformaður félagsins sagði sig úr stjórn þann 6. janúar 2022. Stjórnin skipti með sér verkum í kjölfarið og Guðjón Reynisson tók við sem stjórnarformaður. Aðalfundur verður í mars 2022 og fram að honum verða fjórir í stjórn félagsins. Í stjórninni nú eru þrjár konur og einn karl en samkvæmt samþykktum félagsins eiga stjórnarmenn að vera fimm. Frekari upplýsingar um stjórn og stjórnarhætti er að finna í viðaukanum Stjórnarháttayfirlýsing sem fylgir ársreikningnum.
Rekstur ársins 2021
Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu 2021 námu 101.052 millj. kr. (2020: 87.918 millj. kr.) og hækkuðu um 14,9% milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og matsbreytingar á árinu 2021 nam 10.118 millj. kr. (2020: 7.057 millj. kr.) og hækkaði um 43,4% milli ára. Samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu nam hagnaður ársins 4.972 millj. kr. (2020: 2.266 millj. kr.) og heildarafkoma ársins 6.557 millj. kr. (2020: 2.481 millj. kr.). Eigið fé félagsins í árslok var 33.910 millj. kr. (2020: 29.784 millj. kr.) að meðtöldu hlutafé að nafnverði 316 millj. kr. Vísað er til eiginfjáryfirlits um breytingar á eiginfjárreikningum á árinu. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar í árslok var 39,4% (2020: 35,7%).
Félagið gaf út afkomuspá 24. febrúar 2021 fyrir árið 2021 í tengslum við birtingu ársuppgjörs 2020, þar sem EBITDA afkoman var áætluð 7.500 - 7.900 millj. kr. Félagið hækkaði afkomuspá sína þrisvar á árinu, síðast í tengslum við birtingu uppgjörs þriðja ársfjórðungs í 9.800 til 10.200 millj. kr. EBITDA niðurstaða ársins nam 10.118 millj. kr. sem er umtalsvert betri en fyrsta afkomuspá ársins gerði ráð fyrir. Aukin umsvif hjá öllum dótturfélögum Festi skýra betri afkomu en einnig náðist hagræðing á ýmsum sviðum sem skilaði sér í lækkun einingakostnaðar. Þá var ekki gert ráð fyrir í upphaflegri spá, söluhagnaði eigna að fjárhæð 569 millj. kr. sem og hagnaði af olíu og gengisvörnum 598 millj. kr. sem færð eru í ársreikninginn.
Stöðugildi umreiknuð í heilsársstöf voru 1.176 og kynjahlutfall starfsmanna (karlar/konur) var 61/39. Aukin eftirspurn á heimsmarkaði ásamt hnökrum í mikilvægum aðfangakeðjum hefur leitt til vöruskorts og hækkandi vöruverðs á síðustu misserum sem mun auka verðbólgu sem er áhyggjuefni. Festi er með sterka fjárhagsstöðu og er félagið vel í stakk búið að takast á við verkefnin framundan.
Stjórn félagsins leggur til að greiddar verði 5 kr. arður á hvern hlut nafnverðs á árinu 2022 eða um 1.581 millj. kr.
Áhrif COVID-19 á rekstur ársins
COVID-19 heimsfaraldurinn hafði umtalsverð áhrif á rekstur samstæðunnar á árinu. Sala jókst á dagvöru- og raftækjamarkaði á meðan eldsneytissala og sala á veitingum á þjónustustöðvum félagsins hringinn í kringum landið var minni en í venjulegu árferði vegna færri ferðamanna. Félög samstæðunnar nýttu sér ekki úrræði stjórnvalda við þátttöku í launakostnaði á uppsagnarfresti, vegna lækkunar á starfshlutfalli eða önnur úrræði sem í boði voru.
Það er mat stjórnar og stjórnenda að samstæðan sé vel í stakk búin til þess að takast á við þær aðstæður sem tengjast COVID-19 heimsfaraldrinum. Það er trú stjórnenda að félagið hafi alla burði til að ná fjárhagsmarkmiðum sínum um hagnað og vöxt til framtíðar. Nánar er fjallað um áhrifin á starfssemi félagsins í viðauka við ársreikninginn um ófjárhagslega upplýsingagjöf.
Hluthafar
Hluthafar félagsins í lok ársins voru 1.037 en þeir voru 880 í upphafi ársins og fjölgaði því um 157 á árinu.
Hluthafar
Hluthafar félagsins í lok ársins voru 1.037 en þeir voru 880 í upphafi ársins og fjölgaði því um 157 á árinu.
20 stærstu hluthafar í árslok 2021 | Hlutafé í þús. króna | Hlutafé í % | Breyting frá 2020 í % |
---|---|---|---|
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-, B- og S- deild | 46.500 | 14,7% | 4,2% |
Lífeyrissjóður verslunarmanna | 33.474 | 10,6% | -1,0% |
Gildi - lífeyrissjóður | 31.100 | 9,8% | -0,3% |
Brú, lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga | 20.430 | 6,5% | 3,3% |
Birta lífeyrissjóður | 18.592 | 5,9% | -0,1% |
Almenni lífeyrissjóðurinn | 15.219 | 4,8% | -0,1% |
Stapi lífeyrissjóður | 14.862 | 4,7% | -2,0% |
Stefnir | 14.038 | 4,4% | -2,4% |
Frjálsi lífeyrissjóðurinn | 11.459 | 3,6% | 0,0% |
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda | 9.263 | 2,9% | 0,1% |
Festa - lífeyrissjóður | 8.156 | 2,6% | -0,9% |
Lífsverk lífeyrissjóður | 8.024 | 2,5% | -0,3% |
Landsbréf | 7.613 | 2,4% | 0,1% |
Íslandsbanki hf | 5.777 | 1,8% | 1,8% |
Stormtré ehf | 6.101 | 1,9% | -0,1% |
Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar | 5.646 | 1,8% | 0,8% |
Sjávarsýn ehf | 5.313 | 1,7% | 0,7% |
Brekka Retail ehf | 5.000 | 1,6% | 0,2% |
Kjálkanes ehf | 5.000 | 1,6% | 1,6% |
Sjóvá-Almennar tryggingar hf | 3.999 | 1,3% | -1,6% |
275.566 | 87,2% | 4,4% | |
Aðrir hluthafar | 40.552 | 12,8% | -4,4% |
316.118 | 100% |
20 stærstu hluthafar í árslok 2021 | Hlutafé í þús. króna | Hlutafé í % | Breyting frá 2020 í % |
---|---|---|---|
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-, B- og S- deild | 46.500 | 14,7% | 4,2% |
Lífeyrissjóður verslunarmanna | 33.474 | 10,6% | -1,0% |
Gildi - lífeyrissjóður | 31.100 | 9,8% | -0,3% |
Brú, lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga | 20.430 | 6,5% | 3,3% |
Birta lífeyrissjóður | 18.592 | 5,9% | -0,1% |
Almenni lífeyrissjóðurinn | 15.219 | 4,8% | -0,1% |
Stapi lífeyrissjóður | 14.862 | 4,7% | -2,0% |
Stefnir | 14.038 | 4,4% | -2,4% |
Frjálsi lífeyrissjóðurinn | 11.459 | 3,6% | 0,0% |
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda | 9.263 | 2,9% | 0,1% |
Festa - lífeyrissjóður | 8.156 | 2,6% | -0,9% |
Lífsverk lífeyrissjóður | 8.024 | 2,5% | -0,3% |
Landsbréf | 7.613 | 2,4% | 0,1% |
Íslandsbanki hf | 5.777 | 1,8% | 1,8% |
Stormtré ehf | 6.101 | 1,9% | -0,1% |
Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar | 5.646 | 1,8% | 0,8% |
Sjávarsýn ehf | 5.313 | 1,7% | 0,7% |
Brekka Retail ehf | 5.000 | 1,6% | 0,2% |
Kjálkanes ehf | 5.000 | 1,6% | 1,6% |
Sjóvá-Almennar tryggingar hf | 3.999 | 1,3% | -1,6% |
275.566 | 87,2% | 4,4% | |
Aðrir hluthafar | 40.552 | 12,8% | -4,4% |
316.118 | 100% |
Skráð hlutafé félagsins nam 324 millj. kr. í lok ársins og var lækkað um 9 millj. kr. á árinu með jöfnun eigin hluta. Útistandandi í árslok 2021 voru 316 millj. kr. (2020: 323 millj. kr.) og átti félagið 7.382 þús. hluti í árslok. Hlutaféð er allt í einum flokki og njóta allir hlutir sömu réttinda. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var þann 22. mars 2021 var samþykkt að heimila félaginu endurkaup á allt að 10% af nafnverði útistandi hlutafjár sbr. VIII. kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Félagið keypti alls 6.973 þús. hluti á árinu, um 2,2% af heildarhlutfé sem lið í arðgreiðslustefnu félagsins, sjá skýr. 22. Gildistími heimildarinnar er allt að átján mánuðir. Með samþykkt tillögu þessarar féll úr gildi sams konar heimild sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 23. mars 2020. Óskað verður eftir framlengingu heimildarinnar á aðalfundi félagsins í mars næstkomandi.
Þeir sem hyggjast gefa kost á sér í stjórn félagsins þurfa að tilkynna það skriflega til stjórnarinnar að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Samþykktum félagsins má einungis breyta með samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða á löglegum hluthafafundi, enda sé þess rækilega getið í fundarboði að slík breyting sé fyrirhuguð og í hverju hún felst.
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf
Festi hf. er eining tengd almannahagsmunum. Samkvæmt lögum um ársreikninga skal félagið veita upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að leggja mat á þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfis-, samfélags- og starfsmannamál, stefnu þess í mannréttindamálum, hvernig það spornar við spillingar- og mútumálum auk stuttrar lýsingar á viðskiptalíkani félagsins og fleira. Til að gera grein fyrir stöðu samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækisins hefur undanfarin ár verið gefin út GRI G4 „Core“ skýrsla um samfélagslega ábyrgð. Frá og með árinu 2018 hefur verið gefin út skýrsla um ófjárhagslega mælikvarða í samræmi við ESG viðmið Nasdaq. Útgáfa hennar er meðal annars til að Festi geti gert sér grein fyrir stöðu þessara mála hjá samstæðunni samkvæmt viðurkenndum stöðlum. Gerð er grein fyrir stefnu og árangri félagsins í þessum málum í viðauka um ófjárhagslega upplýsingagjöf með ársreikningnum.
Yfirlýsing stjórnar og forstjóra
Samstæðuársreikningur félagsins er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur í lögum um ársreikninga þar sem við á.
Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að samstæðuársreikningurinn gefi glögga mynd af rekstrarafkomu samstæðunnar á árinu 2021, eignum, skuldum og fjárhagsstöðu hennar 31. desember 2021 og breytingu á handbæru fé á árinu 2021.
Jafnframt er það álit okkar að samstæðuársreikningurinn og skýrsla stjórnar og forstjóra gefi glögga mynd af þróun og árangri í rekstri samstæðunnar, stöðu hennar og lýsi helstu áhættuþáttum og óvissu sem hún býr við.
Stjórn og forstjóri Festi hf. hafa í dag fjallað um samstæðuársreikning félagsins fyrir árið 2021 og staðfesta hann með undirritun sinni. Stjórn og forstjóri leggja til við aðalfund félagsins að samþykkja samstæðuársreikninginn.
Kópavogi, 9. febrúar 2022.
Stjórn Festi hf.
Guðjón Karl Reynisson, formaður
Margrét Guðmundsdóttir, varaformaður
Kristín Guðmundsdóttir
Þórey G. Guðmundsdóttir
Forstjóri
Eggert Þór Kristófersson
Skráð hlutafé félagsins nam 324 millj. kr. í lok ársins og var lækkað um 9 millj. kr. á árinu með jöfnun eigin hluta. Útistandandi í árslok 2021 voru 316 millj. kr. (2020: 323 millj. kr.) og átti félagið 7.382 þús. hluti í árslok. Hlutaféð er allt í einum flokki og njóta allir hlutir sömu réttinda. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var þann 22. mars 2021 var samþykkt að heimila félaginu endurkaup á allt að 10% af nafnverði útistandi hlutafjár sbr. VIII. kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Félagið keypti alls 6.973 þús. hluti á árinu, um 2,2% af heildarhlutfé sem lið í arðgreiðslustefnu félagsins, sjá skýr. 22. Gildistími heimildarinnar er allt að átján mánuðir. Með samþykkt tillögu þessarar féll úr gildi sams konar heimild sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 23. mars 2020. Óskað verður eftir framlengingu heimildarinnar á aðalfundi félagsins í mars næstkomandi.
Þeir sem hyggjast gefa kost á sér í stjórn félagsins þurfa að tilkynna það skriflega til stjórnarinnar að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Samþykktum félagsins má einungis breyta með samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða á löglegum hluthafafundi, enda sé þess rækilega getið í fundarboði að slík breyting sé fyrirhuguð og í hverju hún felst.
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf
Festi hf. er eining tengd almannahagsmunum. Samkvæmt lögum um ársreikninga skal félagið veita upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að leggja mat á þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfis-, samfélags- og starfsmannamál, stefnu þess í mannréttindamálum, hvernig það spornar við spillingar- og mútumálum auk stuttrar lýsingar á viðskiptalíkani félagsins og fleira. Til að gera grein fyrir stöðu samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækisins hefur undanfarin ár verið gefin út GRI G4 „Core“ skýrsla um samfélagslega ábyrgð. Frá og með árinu 2018 hefur verið gefin út skýrsla um ófjárhagslega mælikvarða í samræmi við ESG viðmið Nasdaq. Útgáfa hennar er meðal annars til að Festi geti gert sér grein fyrir stöðu þessara mála hjá samstæðunni samkvæmt viðurkenndum stöðlum. Gerð er grein fyrir stefnu og árangri félagsins í þessum málum í viðauka um ófjárhagslega upplýsingagjöf með ársreikningnum.
Yfirlýsing stjórnar og forstjóra
Samstæðuársreikningur félagsins er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur í lögum um ársreikninga þar sem við á.
Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að samstæðuársreikningurinn gefi glögga mynd af rekstrarafkomu samstæðunnar á árinu 2021, eignum, skuldum og fjárhagsstöðu hennar 31. desember 2021 og breytingu á handbæru fé á árinu 2021.
Jafnframt er það álit okkar að samstæðuársreikningurinn og skýrsla stjórnar og forstjóra gefi glögga mynd af þróun og árangri í rekstri samstæðunnar, stöðu hennar og lýsi helstu áhættuþáttum og óvissu sem hún býr við.
Stjórn og forstjóri Festi hf. hafa í dag fjallað um samstæðuársreikning félagsins fyrir árið 2021 og staðfesta hann með undirritun sinni. Stjórn og forstjóri leggja til við aðalfund félagsins að samþykkja samstæðuársreikninginn.
Kópavogi, 9. febrúar 2022.
Stjórn Festi hf.
Guðjón Karl Reynisson, formaður
Margrét Guðmundsdóttir, varaformaður
Kristín Guðmundsdóttir
Þórey G. Guðmundsdóttir
Forstjóri
Eggert Þór Kristófersson