Starfsemi Festi banner image
Starfsemi Festi banner image

Starfsemi Festi

Starfsemi Festi

Festi er eignarhaldsfélag fimm rekstrarfélaga og snýr starfsemi félagsins að fjárfestingum og stoðþjónustu við rekstrarfélögin Bakkann vöruhótel, ELKO, Festi fasteignir, Krónuna og N1.

Festi er eignarhaldsfélag fimm rekstrarfélaga og snýr starfsemi félagsins að fjárfestingum og stoðþjónustu við rekstrarfélögin Bakkann vöruhótel, ELKO, Festi fasteignir, Krónuna og N1.

Gildi félagsins og stefna um samfélagslega ábyrgð

Það er stefna félagsins að vera í forystu til framtíðar, liður í því er að vera samfélagslega ábyrg. Samhliða ársreikningi verður gefin út samfélagsskýrsla samkvæmt ESG Reporting Guide 2.0, febrúar 2020. Með skipulögðum og viðurkenndum aðgerðum er kappkostað að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi félagsins. Festi fékk Jafnlaunavottun VR þann 19. júní 2015 og eru öll dótturfélög með jafnlaunvottun samkvæmt ÍST 85:2012. Það staðfestir að hjá félaginu er starfsfólki sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf ekki mismunað í launum. Árlega leitar fjöldi félagasamtaka, stofnana og einstaklinga til félagsins um stuðning við góð málefni. Festi leggur áherslu á forvarnar- og íþróttastarf. 

Gildi félagsins og stefna um samfélagslega ábyrgð

Það er stefna félagsins að vera í forystu til framtíðar, liður í því er að vera samfélagslega ábyrg. Samhliða ársreikningi verður gefin út samfélagsskýrsla samkvæmt ESG Reporting Guide 2.0, febrúar 2020. Með skipulögðum og viðurkenndum aðgerðum er kappkostað að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi félagsins. Festi fékk Jafnlaunavottun VR þann 19. júní 2015 og eru öll dótturfélög með jafnlaunvottun samkvæmt ÍST 85:2012. Það staðfestir að hjá félaginu er starfsfólki sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf ekki mismunað í launum. Árlega leitar fjöldi félagasamtaka, stofnana og einstaklinga til félagsins um stuðning við góð málefni. Festi leggur áherslu á forvarnar- og íþróttastarf. 

VIRÐI

SAMVINNA

TRAUST

VIRÐI

SAMVINNA

TRAUST

Banner image
Banner image

ELKO

ELKO kom með krafti inn á íslenskan raftækjamarkað árið 1998 og er í dag stærsta raftækjaverslun landsins. Félagið rekur fimm verslanir ásamt einni stærstu vefverslun landsins en verslanir ELKO eru staðsettar í Lindum, í Skeifunni, á Granda, á Akureyri og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

ELKO kappkostar við að bjóða upp á þekkt vörumerki á lágu verði þar sem rík áhersla er lögð á framúrskarandi þjónustu sem og eftirkaupaþjónustu. Í stefnu félagsins eru neytendur hafðir í fyrirrúmi en skilgreint hlutverk ELKO er að „hjálpa öllum að njóta ótrúlegrar tækni“ og loforð félagsins er „það sem skiptir þig máli skiptir okkur máli“.

Góðir þjónustuskilmálar endurspegla stefnu félagsins og má þar einna helst nefna verðöryggi, verðsögu, viðbótartryggingu, inneignarnótur, gjafakort án gildistíma og 30 daga skilarétt ásamt verulega lengdum skilarétti í kringum jól og fermingar. Allt eru þetta vel aðgreindir þjónustuþættir og endurspegla áherslur félagsins í að byggja upp gott langtímasamband við viðskiptavini sína.

ELKO er með sérleyfissamning við norska félagið Elkjøp sem rekur um 400 verslanir á Norðurlöndunum. Elkjøp er í eigu breska raftækjarisans Dixons Carphone sem rekur um samtals 1.600 verslanir í Bretlandi, Írlandi og Norður-Evrópu. Með sameiginlegum innkaupum nást einstök kjör á þekktum vörumerkjum raftækja og nýtur ELKO og þar með viðskiptavinir félagsins góðs af.

ELKO

ELKO kom með krafti inn á íslenskan raftækjamarkað árið 1998 og er í dag stærsta raftækjaverslun landsins. Félagið rekur fimm verslanir ásamt einni stærstu vefverslun landsins en verslanir ELKO eru staðsettar í Lindum, í Skeifunni, á Granda, á Akureyri og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

ELKO kappkostar við að bjóða upp á þekkt vörumerki á lágu verði þar sem rík áhersla er lögð á framúrskarandi þjónustu sem og eftirkaupaþjónustu. Í stefnu félagsins eru neytendur hafðir í fyrirrúmi en skilgreint hlutverk ELKO er að „hjálpa öllum að njóta ótrúlegrar tækni“ og loforð félagsins er „það sem skiptir þig máli skiptir okkur máli“.

Góðir þjónustuskilmálar endurspegla stefnu félagsins og má þar einna helst nefna verðöryggi, verðsögu, viðbótartryggingu, inneignarnótur, gjafakort án gildistíma og 30 daga skilarétt ásamt verulega lengdum skilarétti í kringum jól og fermingar. Allt eru þetta vel aðgreindir þjónustuþættir og endurspegla áherslur félagsins í að byggja upp gott langtímasamband við viðskiptavini sína.

ELKO er með sérleyfissamning við norska félagið Elkjøp sem rekur um 400 verslanir á Norðurlöndunum. Elkjøp er í eigu breska raftækjarisans Dixons Carphone sem rekur um samtals 1.600 verslanir í Bretlandi, Írlandi og Norður-Evrópu. Með sameiginlegum innkaupum nást einstök kjör á þekktum vörumerkjum raftækja og nýtur ELKO og þar með viðskiptavinir félagsins góðs af.

Það sem skiptir þig máli skiptir okkur máli

Það sem skiptir þig máli skiptir okkur máli

Besta ár ELKO frá upphafi

Eftir að ný stefna var mörkuð árið 2019 var eitt helsta markmiðið fyrir árið 2020 að eignast ánægðustu viðskiptavini á raftækjamarkaði á Íslandi. Árið 2021 var komið að ári mannauðsins með það að markmiði að eiga ánægðasta starfsfólkið á Íslandi. Mikið var lagt upp úr því að hlusta á starfsfólk með umbætur í huga til þess að gera vinnustaðinn betri. Vinnustofur með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga voru haldnar sem og stjórnendur fóru allir á sérstök stjórnendanámskeið. Vel tókst til og mun þetta verkefni halda áfram næstu árin.

ELKO tók ýmis stór skref í stafrænni þróun á árinu og má þar nefna nýja vefverslun sem fór í loftið og nýjar "Mínar síður" einnig. Uppflettingar á verðsögu hverrar vöru varð aðgengileg á vefnum ásamt því að ný tínslulausn var innleidd fyrir vefpantanir í vöruhúsi sem flýtti verulega afgreiðslutíma pantana. Þá var unnið að fjölmörgum verkefnum sem verða innleidd á fyrri helmingi árs 2022.

ELKO verslunin á Akureyri hóf fyrsta heila rekstrarárið en hún opnaði í nóvember 2020. Frá upphafi þá hefur verslunin fengið gríðarlega góðar viðtökur og náði verslunin langtímamarkmiðum sínum í markaðshlutdeild strax á sínu fyrsta heila rekstrarári. Heilt yfir þá gekk rekstur ELKO mjög vel á árinu 2021 en árið reyndist vera besta rekstrarár félagsins frá upphafi og má þar helst þakka starfsfólkinu sem sinnti sínu hlutverki af ábyrgð, metnaði, skilvirkni, framsýni og í takt við hlutverkið „við hjálpum öllum að njóta ótrúlegrar tækni“.

Áhrif COVID-19 á ELKO

COVID-19 heimsfaraldurinn var áframhaldandi áskorun fyrir starfsfólk og rekstur félagsins. Það vottaði fyrir þreytu gagnvart samkomutakmörkunum í verslunum, grímunotkun sem og takmörkunum á starfsmannasamkomum og félagsstarfi utan vinnu. Þó birti til fyrir sumarið þegar afléttingar hófust. Verslun félagsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar rétti úr kútnum án þess þó að skerða starfsemi annara ELKO verslana á landinu. Aftur kom þó bakslag með nýjum samkomutakmörkunum á síðustu mánuðum ársins en það reyndist ekki alvarlegt þar sem sala gekk vel og hægt var að halda tilboðsdaga og jól með hefðbundnu fyrirkomulagi.

Ánægja viðskiptavina hefur farið vaxandi ár frá ári. NPS skor félagsins, sem er alþjóðlegur mælikvarði á tryggð viðskiptavina við fyrirtæki, nam 41 í lok desember og hefur ekki mælst hærra frá upphafi mælinga.

Besta ár ELKO frá upphafi

Eftir að ný stefna var mörkuð árið 2019 var eitt helsta markmiðið fyrir árið 2020 að eignast ánægðustu viðskiptavini á raftækjamarkaði á Íslandi. Árið 2021 var komið að ári mannauðsins með það að markmiði að eiga ánægðasta starfsfólkið á Íslandi. Mikið var lagt upp úr því að hlusta á starfsfólk með umbætur í huga til þess að gera vinnustaðinn betri. Vinnustofur með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga voru haldnar sem og stjórnendur fóru allir á sérstök stjórnendanámskeið. Vel tókst til og mun þetta verkefni halda áfram næstu árin.

ELKO tók ýmis stór skref í stafrænni þróun á árinu og má þar nefna nýja vefverslun sem fór í loftið og nýjar "Mínar síður" einnig. Uppflettingar á verðsögu hverrar vöru varð aðgengileg á vefnum ásamt því að ný tínslulausn var innleidd fyrir vefpantanir í vöruhúsi sem flýtti verulega afgreiðslutíma pantana. Þá var unnið að fjölmörgum verkefnum sem verða innleidd á fyrri helmingi árs 2022.

ELKO verslunin á Akureyri hóf fyrsta heila rekstrarárið en hún opnaði í nóvember 2020. Frá upphafi þá hefur verslunin fengið gríðarlega góðar viðtökur og náði verslunin langtímamarkmiðum sínum í markaðshlutdeild strax á sínu fyrsta heila rekstrarári. Heilt yfir þá gekk rekstur ELKO mjög vel á árinu 2021 en árið reyndist vera besta rekstrarár félagsins frá upphafi og má þar helst þakka starfsfólkinu sem sinnti sínu hlutverki af ábyrgð, metnaði, skilvirkni, framsýni og í takt við hlutverkið „við hjálpum öllum að njóta ótrúlegrar tækni“.

Áhrif COVID-19 á ELKO

COVID-19 heimsfaraldurinn var áframhaldandi áskorun fyrir starfsfólk og rekstur félagsins. Það vottaði fyrir þreytu gagnvart samkomutakmörkunum í verslunum, grímunotkun sem og takmörkunum á starfsmannasamkomum og félagsstarfi utan vinnu. Þó birti til fyrir sumarið þegar afléttingar hófust. Verslun félagsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar rétti úr kútnum án þess þó að skerða starfsemi annara ELKO verslana á landinu. Aftur kom þó bakslag með nýjum samkomutakmörkunum á síðustu mánuðum ársins en það reyndist ekki alvarlegt þar sem sala gekk vel og hægt var að halda tilboðsdaga og jól með hefðbundnu fyrirkomulagi.

Ánægja viðskiptavina hefur farið vaxandi ár frá ári. NPS skor félagsins, sem er alþjóðlegur mælikvarði á tryggð viðskiptavina við fyrirtæki, nam 41 í lok desember og hefur ekki mælst hærra frá upphafi mælinga.

infoBoxIcon

50%

Markaðshlutdeild á raftækjamarkaði

infoBoxIcon

6,4 milljónir

Heimsókna í vefverslun

infoBoxIcon

8 ár

Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo

infoBoxIcon

3. sæti

Í íslensku ánægjuvoginni í flokki smásöluverslana

infoBoxIcon

50%

Markaðshlutdeild á raftækjamarkaði

infoBoxIcon

6,4 milljónir

Heimsókna í vefverslun

infoBoxIcon

8 ár

Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo

infoBoxIcon

3. sæti

Í íslensku ánægjuvoginni í flokki smásöluverslana

Samfélagsábyrgð ELKO

ELKO vinnur eftir fjórum af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og eru ábyrgir viðskiptahættir sem og umhverfis- og loftslagsmál þar í forgrunni. ELKO leggur mikið upp úr sjálfbærni og hefur félagið sett sér skýr markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka úrgang frá starfsemi og auka endurvinnslu. ELKO leggur áherslu á að styðja við loftslagsmarkmið með því að draga úr losun og kolefnisjafna einnig alla starfsemina. Tekið er á móti notuðum raftækjum, blekhylkjum, ljósaperum, tölvum, símum og smáum raftækjum til endurvinnslu. Félagið kaupir einnig notuð raftæki í vissum vöruflokkum þar sem raftækjum er komið aftur í hringrásarferli þar sem eru þau endurunnin eða yfirfarin af viðurkenndum erlendum aðilum og seld aftur sem notuð vara. Með því er líftími vörunnar lengdur og dregið úr sóun til að fleiri njóti góðs af. ELKO leggur áherslu á að draga úr neyslu og framleiðslu með því að tryggja að viðskiptavinir kaupi aðeins þær vörur sem henta þeim ásamt því að 30 daga skilaréttur tryggir að neytendur geta auðveldlega skilað vörum sem henta þeim ekki sem eru svo seldar á afslætti til að lágmarka sóun.

ELKO leggur áherslu á jafnrétti kynjanna með jafnlaunavottun, jafnlaunastefnu og markvissum aðgerðum til að jafna stöðu allra kynja á vinnustaðnum.

ELKO heldur úti styrktarsjóði en tilgangur hans er að styrkja málefni og verkefni sem tengjast velferð barna og ungmenna en hlutverk hans er að „hjálpa öllum að njóta ótrúlegrar tækni“. Félagið styrkir fjölmörg verkefni á hverju ári í gegnum styrktarsjóðinn en heildarúthlutanir úr sjóðnum árið 2021 námu rúmlega 8 milljónum króna sem voru að hluta ákveðnar af starfsfólki ELKO þar sem loforðið „það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli“ var haft að leiðarljósi.

ELKO gefur út samfélagsskýrslu fyrir árið 2021 þar sem nánar er fjallað um samfélagslega ábyrgð en skýrsluna má finna hér: elko.is/samfelagsskyrsla

Samfélagsábyrgð ELKO

ELKO vinnur eftir fjórum af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og eru ábyrgir viðskiptahættir sem og umhverfis- og loftslagsmál þar í forgrunni. ELKO leggur mikið upp úr sjálfbærni og hefur félagið sett sér skýr markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka úrgang frá starfsemi og auka endurvinnslu. ELKO leggur áherslu á að styðja við loftslagsmarkmið með því að draga úr losun og kolefnisjafna einnig alla starfsemina. Tekið er á móti notuðum raftækjum, blekhylkjum, ljósaperum, tölvum, símum og smáum raftækjum til endurvinnslu. Félagið kaupir einnig notuð raftæki í vissum vöruflokkum þar sem raftækjum er komið aftur í hringrásarferli þar sem eru þau endurunnin eða yfirfarin af viðurkenndum erlendum aðilum og seld aftur sem notuð vara. Með því er líftími vörunnar lengdur og dregið úr sóun til að fleiri njóti góðs af. ELKO leggur áherslu á að draga úr neyslu og framleiðslu með því að tryggja að viðskiptavinir kaupi aðeins þær vörur sem henta þeim ásamt því að 30 daga skilaréttur tryggir að neytendur geta auðveldlega skilað vörum sem henta þeim ekki sem eru svo seldar á afslætti til að lágmarka sóun.

ELKO leggur áherslu á jafnrétti kynjanna með jafnlaunavottun, jafnlaunastefnu og markvissum aðgerðum til að jafna stöðu allra kynja á vinnustaðnum.

ELKO heldur úti styrktarsjóði en tilgangur hans er að styrkja málefni og verkefni sem tengjast velferð barna og ungmenna en hlutverk hans er að „hjálpa öllum að njóta ótrúlegrar tækni“. Félagið styrkir fjölmörg verkefni á hverju ári í gegnum styrktarsjóðinn en heildarúthlutanir úr sjóðnum árið 2021 námu rúmlega 8 milljónum króna sem voru að hluta ákveðnar af starfsfólki ELKO þar sem loforðið „það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli“ var haft að leiðarljósi.

ELKO gefur út samfélagsskýrslu fyrir árið 2021 þar sem nánar er fjallað um samfélagslega ábyrgð en skýrsluna má finna hér: elko.is/samfelagsskyrsla

Banner image
Banner image

Vottanir og verðlaun

ELKO hefur fengið vottun Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki á hverju ári samfleytt frá árinu 2014. Á árinu 2021 hlaut ELKO einnig tilnefningu Ímark, samtaka markaðsfólks á Íslandi, fyrir bestu útvarpsauglýsinguna og hafnaði í fyrsta sæti í keppninni "Reddum málinu", samfélagsverkefni sem stuðlar að því að kenna snjalltækjum íslensku. Þá var ELKO með í fyrsta skipti í Íslensku ánægjuvoginni í ár í flokki raftækjaverslana þar sem félagið hafnaði í öðru sæti með 76,2 stig af 100 mögulegum.

Vottanir og verðlaun

ELKO hefur fengið vottun Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki á hverju ári samfleytt frá árinu 2014. Á árinu 2021 hlaut ELKO einnig tilnefningu Ímark, samtaka markaðsfólks á Íslandi, fyrir bestu útvarpsauglýsinguna og hafnaði í fyrsta sæti í keppninni "Reddum málinu", samfélagsverkefni sem stuðlar að því að kenna snjalltækjum íslensku. Þá var ELKO með í fyrsta skipti í Íslensku ánægjuvoginni í ár í flokki raftækjaverslana þar sem félagið hafnaði í öðru sæti með 76,2 stig af 100 mögulegum.

Grid Image
Grid Image
Grid Image
Grid Image

Framtíðarhorfur

Framtíðarhorfur ELKO eru góðar. Markaðurinn er síbreytilegur og alþjóðavæðing í fullum gangi. ELKO er að vinna eftir áætlun til næstu fimm ára um hvernig á að mæta þessari áskorun þar sem búist er við að vefverslun muni verða stærsta einstaka verslun félagsins á þeim tíma. Áhersla er áfram lögð á fjárfestingar í stafrænni þróun til að styðja áframhaldandi vöxt vefverslunar og aukna arðsemi. Lögð er mikil áhersla á að leita leiða til að auka þjónustu við viðskiptavini með nýjum lausnum og breiðu vöru- og þjónustuframboði með gagnsæi, trausti og góðri þjónustu að leiðarljósi. Það er trú stjórnenda að þetta sé grundvöllurinn fyrir góðu langtímasambandi við viðskiptavini félagsins.

Árið 2022 er ár eftirkaupaþjónustu þar sem markmiðið er að stuðla að meiri ánægju bæði hjá viðskiptavinum og starfsfólki. Innleitt verður nýtt þjónustukerfi, samningar við helstu þjónustuaðila í eftirkaupaþjónustu verða endurskoðaðir með betri þjónustu að leiðarljósi og ferlar aðlagaðir.

Markmið ELKO er að vera með bestu þjónustuna, bestu verslanirnar, bestu vefverslunina, besta vinnustaðinn og ánægðustu viðskiptavinina í Íslandi.

Framtíðarhorfur

Framtíðarhorfur ELKO eru góðar. Markaðurinn er síbreytilegur og alþjóðavæðing í fullum gangi. ELKO er að vinna eftir áætlun til næstu fimm ára um hvernig á að mæta þessari áskorun þar sem búist er við að vefverslun muni verða stærsta einstaka verslun félagsins á þeim tíma. Áhersla er áfram lögð á fjárfestingar í stafrænni þróun til að styðja áframhaldandi vöxt vefverslunar og aukna arðsemi. Lögð er mikil áhersla á að leita leiða til að auka þjónustu við viðskiptavini með nýjum lausnum og breiðu vöru- og þjónustuframboði með gagnsæi, trausti og góðri þjónustu að leiðarljósi. Það er trú stjórnenda að þetta sé grundvöllurinn fyrir góðu langtímasambandi við viðskiptavini félagsins.

Árið 2022 er ár eftirkaupaþjónustu þar sem markmiðið er að stuðla að meiri ánægju bæði hjá viðskiptavinum og starfsfólki. Innleitt verður nýtt þjónustukerfi, samningar við helstu þjónustuaðila í eftirkaupaþjónustu verða endurskoðaðir með betri þjónustu að leiðarljósi og ferlar aðlagaðir.

Markmið ELKO er að vera með bestu þjónustuna, bestu verslanirnar, bestu vefverslunina, besta vinnustaðinn og ánægðustu viðskiptavinina í Íslandi.

Banner image
Banner image

Krónan

Krónan er lágvöruverðsverslun með dagvörur en verslanir félagsins má finna undir merkjum Krónunnar og Kr. í flestum hverfum höfuðborgarsvæðisins og í ýmsum bæjum um landið allt. Verslanir félagsins voru 24 talsins í lok árs 2021, auk Snjallverslunar og fækkar þeim um tvær verslanir frá fyrra ári. Krónan leggur lykiláherslu á að koma réttu vöruúrvali til viðskiptavina á eins ódýran hátt og mögulegt er. Mikil áhersla er lögð á samfélagslega ábyrgð í rekstri félagsins en einkunnarorð Króununnar eru að vera umhverfisvæn, holl og snjöll.

Framtíðarsýn félagsins er að gera heilsusamlegan og sjálfbæran lífsstíl að daglegum venjum allra. Starfsfólk fylgir þessari meginreglu: „Við erum óhrædd við að prófa okkur áfram, vera brautryðjendur og vinnum að því markmiði að móta matvöruverslun framtíðarinnar – allt til að einfalda líf viðskiptavina okkar."

Krónan

Krónan er lágvöruverðsverslun með dagvörur en verslanir félagsins má finna undir merkjum Krónunnar og Kr. í flestum hverfum höfuðborgarsvæðisins og í ýmsum bæjum um landið allt. Verslanir félagsins voru 24 talsins í lok árs 2021, auk Snjallverslunar og fækkar þeim um tvær verslanir frá fyrra ári. Krónan leggur lykiláherslu á að koma réttu vöruúrvali til viðskiptavina á eins ódýran hátt og mögulegt er. Mikil áhersla er lögð á samfélagslega ábyrgð í rekstri félagsins en einkunnarorð Króununnar eru að vera umhverfisvæn, holl og snjöll.

Framtíðarsýn félagsins er að gera heilsusamlegan og sjálfbæran lífsstíl að daglegum venjum allra. Starfsfólk fylgir þessari meginreglu: „Við erum óhrædd við að prófa okkur áfram, vera brautryðjendur og vinnum að því markmiði að móta matvöruverslun framtíðarinnar – allt til að einfalda líf viðskiptavina okkar."

Umhverfisvæn, holl og snjöll

Umhverfisvæn, holl og snjöll

Besta ár Krónunnar frá upphafi

Þrátt fyrir krefjandi aðstæður í miðjum heimsfaraldri hélt þróun og vöxtur Krónunnar áfram en félagið átti sitt stærsta og besta ár frá upphafi í formi veltu, afkomu og starfsmannafjölda. Lögð var aukin áhersla á hlustun og samtal við viðskiptavini og leitun leiða til að mæta væntingum þeirra. Þetta fól meðal annars í sér eflingu sóttvarnaraðgerða, flýtingu frekari þróunar á þjónustustigi Snjallverslunar og innleiðingu nýrra lausna.

Snjallverslunin tók mikinn vaxtarkipp á milli ára en aukinni eftirspurn var svarað með fleiri tínslu- og afhendingarstöðum. Um sumarið var kynnt ný lausn; Skannað og skundað (e. Scan and go), fyrst allra verslana á landinu, þar sem viðskiptavinir geta skannað vörur beint í innkaupakörfu með þeirra eigin síma og klárað afgreiðslu með greiðslu gegnum símann og gengið út. Viðskiptavinir hafa tekið lausninni fagnandi og er stefnt á að lausnin verði innleidd í öllum verslunum félagsins fyrir lok árs 2022.

Krónan elskar umhverfið og leggur áherslu á þrjá megin umhverfisþætti í rekstri sínum; að draga úr matarsóun, spara orku og minnka umbúðir. Einblínt var á verkefni sem færa starfsemina nær hringrásarhagkerfinu. Þannig var áhersla lögð á að þróa og prófa ýmsar fjölnota- og áfyllanlegar lausnir í dagvöruversluninni. Settur var upp sápubar í verslun félagsins á Granda þar sem viðskiptavinir geta sjálfir fyllt á sápu og sjampó og opnaður var mjólkursjálfsali með ískaldri Hreppamjólk í fjölnota flöskum í versluninni í Lindum. Einnig var settur upp og kynntur fyrsti Krónukraninn í Vík í Mýrdal þar sem viðskiptavinir, ekki síst erlendir ferðamenn, eru hvattir til að spara bæði umbúðir og pening með því að drekka besta vatn í heimi beint úr krananum, þeim að kostnaðarlausu. Krónan er mjög stolt af því að vera fyrsta og eina matvöruverslunin á Íslandi sem hlotið hefur umhverfisvottun Svansins. Vottunin staðfestir að félagið býður uppá gott úrval lífrænna og umhverfisvottaðra vara, lágmarkar og flokkar sorp, er að minnka matarsóun með markvissum og mælanlegum hætti og notar eingöngu umhverfisvottaðar rekstrar- og hreinlætisvörur í sinni starfsemi.

Hollustan er í fyrirrúmi í verslunum Krónunnar. Það er engin tilviljun að ávaxta- og grænmetisdeild tekur á móti þér þegar þú kemur í verslanir félagsins. Vatni er raðað á undan gosi, hnetum á undan snakki og eini nammibarinn í Krónunni er að finna í ávaxtadeildinni. Rafrænu hillumiðarnir sýna viðskiptavinum síðan ekki aðeins hvað varan kostar heldur líka hvort hún sé t.d. vegan eða lífræn. Litlu hlutirnir skipta líka miklu máli til að bæta upplifun viðskiptavina og t.d. með því að bjóða börnum á öllum aldri ókeypis ávaxtabita verða innkaupaferðir fjölskyldunnar svo miklu ánægjulegri.

Áhrif COVID-19 á Krónuna

COVID-19 hafði áframhaldandi margþætt áhrif á rekstur Krónunnar. Mikilvægasta verkefnið var að stuðla að öryggi starfsfólks og viðskiptavina með öflugum sóttvörnum, stöðugum samskiptum og skýrum skilaboðum. Kappkostað var að greina mögulegar spurningar sem gætu vaknað meðal starfsfólks og viðskiptavina og gefa skýr svör í gegnum stöðugar breytingar faraldursins.

Starfsfólkið tókst á við krefjandi aðstæður með æðruleysi og jákvæðni. Faraldurinn færði starfsfólkið nær hvert öðru og sýndi í verki hversu sterkir innviðir Krónunnar eru og að Krónuhjartað slær sterkt. Langvarandi áhrif af heimsfaraldri geta óneitanlega tekið á andlega líðan og því var enn frekari áhersla lögð á líðan og heilsu starfsfólks og reynt eftir bestu getu að tryggja að starfsfólk fyndi fyrir stuðningi og hefði aðgengi að faglegri aðstoð, svo sem sálfræðitímum þeim að kostnaðarlausu.

Önnur áhrif af heimsfaraldri, líkt og seinkun á aðföngum og í einhverjum tilfellum vöruskortur, leystust að mestu leyti þar sem Krónan leggur mikla áherslu á sterkt og traust samstarf við birgja og aðra þjónustuaðila. Góð samvinna þarna á milli leiddi til þess að hægt var að viðhalda rekstrinum hnökralaust og svara væntingum viðskiptavina eftir bestu getu þrátt fyrir krefjandi aðstæður.

Besta ár Krónunnar frá upphafi

Þrátt fyrir krefjandi aðstæður í miðjum heimsfaraldri hélt þróun og vöxtur Krónunnar áfram en félagið átti sitt stærsta og besta ár frá upphafi í formi veltu, afkomu og starfsmannafjölda. Lögð var aukin áhersla á hlustun og samtal við viðskiptavini og leitun leiða til að mæta væntingum þeirra. Þetta fól meðal annars í sér eflingu sóttvarnaraðgerða, flýtingu frekari þróunar á þjónustustigi Snjallverslunar og innleiðingu nýrra lausna.

Snjallverslunin tók mikinn vaxtarkipp á milli ára en aukinni eftirspurn var svarað með fleiri tínslu- og afhendingarstöðum. Um sumarið var kynnt ný lausn; Skannað og skundað (e. Scan and go), fyrst allra verslana á landinu, þar sem viðskiptavinir geta skannað vörur beint í innkaupakörfu með þeirra eigin síma og klárað afgreiðslu með greiðslu gegnum símann og gengið út. Viðskiptavinir hafa tekið lausninni fagnandi og er stefnt á að lausnin verði innleidd í öllum verslunum félagsins fyrir lok árs 2022.

Krónan elskar umhverfið og leggur áherslu á þrjá megin umhverfisþætti í rekstri sínum; að draga úr matarsóun, spara orku og minnka umbúðir. Einblínt var á verkefni sem færa starfsemina nær hringrásarhagkerfinu. Þannig var áhersla lögð á að þróa og prófa ýmsar fjölnota- og áfyllanlegar lausnir í dagvöruversluninni. Settur var upp sápubar í verslun félagsins á Granda þar sem viðskiptavinir geta sjálfir fyllt á sápu og sjampó og opnaður var mjólkursjálfsali með ískaldri Hreppamjólk í fjölnota flöskum í versluninni í Lindum. Einnig var settur upp og kynntur fyrsti Krónukraninn í Vík í Mýrdal þar sem viðskiptavinir, ekki síst erlendir ferðamenn, eru hvattir til að spara bæði umbúðir og pening með því að drekka besta vatn í heimi beint úr krananum, þeim að kostnaðarlausu. Krónan er mjög stolt af því að vera fyrsta og eina matvöruverslunin á Íslandi sem hlotið hefur umhverfisvottun Svansins. Vottunin staðfestir að félagið býður uppá gott úrval lífrænna og umhverfisvottaðra vara, lágmarkar og flokkar sorp, er að minnka matarsóun með markvissum og mælanlegum hætti og notar eingöngu umhverfisvottaðar rekstrar- og hreinlætisvörur í sinni starfsemi.

Hollustan er í fyrirrúmi í verslunum Krónunnar. Það er engin tilviljun að ávaxta- og grænmetisdeild tekur á móti þér þegar þú kemur í verslanir félagsins. Vatni er raðað á undan gosi, hnetum á undan snakki og eini nammibarinn í Krónunni er að finna í ávaxtadeildinni. Rafrænu hillumiðarnir sýna viðskiptavinum síðan ekki aðeins hvað varan kostar heldur líka hvort hún sé t.d. vegan eða lífræn. Litlu hlutirnir skipta líka miklu máli til að bæta upplifun viðskiptavina og t.d. með því að bjóða börnum á öllum aldri ókeypis ávaxtabita verða innkaupaferðir fjölskyldunnar svo miklu ánægjulegri.

Áhrif COVID-19 á Krónuna

COVID-19 hafði áframhaldandi margþætt áhrif á rekstur Krónunnar. Mikilvægasta verkefnið var að stuðla að öryggi starfsfólks og viðskiptavina með öflugum sóttvörnum, stöðugum samskiptum og skýrum skilaboðum. Kappkostað var að greina mögulegar spurningar sem gætu vaknað meðal starfsfólks og viðskiptavina og gefa skýr svör í gegnum stöðugar breytingar faraldursins.

Starfsfólkið tókst á við krefjandi aðstæður með æðruleysi og jákvæðni. Faraldurinn færði starfsfólkið nær hvert öðru og sýndi í verki hversu sterkir innviðir Krónunnar eru og að Krónuhjartað slær sterkt. Langvarandi áhrif af heimsfaraldri geta óneitanlega tekið á andlega líðan og því var enn frekari áhersla lögð á líðan og heilsu starfsfólks og reynt eftir bestu getu að tryggja að starfsfólk fyndi fyrir stuðningi og hefði aðgengi að faglegri aðstoð, svo sem sálfræðitímum þeim að kostnaðarlausu.

Önnur áhrif af heimsfaraldri, líkt og seinkun á aðföngum og í einhverjum tilfellum vöruskortur, leystust að mestu leyti þar sem Krónan leggur mikla áherslu á sterkt og traust samstarf við birgja og aðra þjónustuaðila. Góð samvinna þarna á milli leiddi til þess að hægt var að viðhalda rekstrinum hnökralaust og svara væntingum viðskiptavina eftir bestu getu þrátt fyrir krefjandi aðstæður.

infoBoxIcon

25

Matvöruverslanir

infoBoxIcon

Svansvottun

Fyrsta verslunarkeðjan á Íslandi

infoBoxIcon

5 ár

Ánægðustu viðskiptavinirnir á matvörumarkaði

infoBoxIcon

4,04

Heildaránægja starfsfólks

infoBoxIcon

25

Matvöruverslanir

infoBoxIcon

Svansvottun

Fyrsta verslunarkeðjan á Íslandi

infoBoxIcon

5 ár

Ánægðustu viðskiptavinirnir á matvörumarkaði

infoBoxIcon

4,04

Heildaránægja starfsfólks

Samfélagsábyrgð Krónunnar

Krónan er stór þáttur í samfélaginu og er í krafti stærðar sinnar sífellt að leita leiða til að hafa áhrif til góðs og sýna þannig samfélagslega ábyrgð sína í verki.

Á hverju ári veitir Krónan ýmsa styrki til góðgerðarmála. Styrktarstefnan er með áherslu á að styrkja þau verkefni sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í samfélaginu. Í ár styrkti Krónan góðgerðafélög til matarúthlutana fyrir um sjö milljónir króna fyrir jólin. Þá bauðst viðskiptavinum Krónunnar að bæta við fimm hundruð krónum í lokaskrefi greiðslu í sjálfsafgreiðslu og Snjallverslun og rann sú fjárhæð beint til þess góðgerðarfélags sem sá um matarúthlutanir í nærsamfélagi viðkomandi verslunar. Alls söfnuðust yfir fimm milljónir króna í söfnun viðskiptavina og námu greiðslurnar því samtals um tólf milljónum króna. Þar að auki hlutu 25 félög samfélagsstyrk sem nam samtals um sjö milljónum króna.

Farið var í aðra söfnun á árinu með viðskiptavinum til styrktar UNICEF fyrir dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 í efnaminni ríkjum sem bar heitið „Komum því til skila". Rúmar átta milljónir króna söfnuðust í fjáröflunarátakinu en fjárhæðin nægði fyrir dreifingu 36.280 skammta til einstaklinga í efnaminni ríkjum heimsins.

Krónan gefur út samfélagsskýrslu fyrir árið 2021 þar sem nánar er fjallað um samfélagslega ábyrgð en skýrsluna má finna hér: kronan.is/samfelagsskyrsla

Samfélagsábyrgð Krónunnar

Krónan er stór þáttur í samfélaginu og er í krafti stærðar sinnar sífellt að leita leiða til að hafa áhrif til góðs og sýna þannig samfélagslega ábyrgð sína í verki.

Á hverju ári veitir Krónan ýmsa styrki til góðgerðarmála. Styrktarstefnan er með áherslu á að styrkja þau verkefni sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í samfélaginu. Í ár styrkti Krónan góðgerðafélög til matarúthlutana fyrir um sjö milljónir króna fyrir jólin. Þá bauðst viðskiptavinum Krónunnar að bæta við fimm hundruð krónum í lokaskrefi greiðslu í sjálfsafgreiðslu og Snjallverslun og rann sú fjárhæð beint til þess góðgerðarfélags sem sá um matarúthlutanir í nærsamfélagi viðkomandi verslunar. Alls söfnuðust yfir fimm milljónir króna í söfnun viðskiptavina og námu greiðslurnar því samtals um tólf milljónum króna. Þar að auki hlutu 25 félög samfélagsstyrk sem nam samtals um sjö milljónum króna.

Farið var í aðra söfnun á árinu með viðskiptavinum til styrktar UNICEF fyrir dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 í efnaminni ríkjum sem bar heitið „Komum því til skila". Rúmar átta milljónir króna söfnuðust í fjáröflunarátakinu en fjárhæðin nægði fyrir dreifingu 36.280 skammta til einstaklinga í efnaminni ríkjum heimsins.

Krónan gefur út samfélagsskýrslu fyrir árið 2021 þar sem nánar er fjallað um samfélagslega ábyrgð en skýrsluna má finna hér: kronan.is/samfelagsskyrsla

Banner image
Banner image

Vottanir og verðlaun

Stærsta viðurkenning ársins var að fá Íslensku ánægjuvogina, fimmta árið í röð. Krónan mældist hæst allra á matvörumarkaði með 73,4 stig og með marktækum mun. Til að þakka viðskiptavinum fyrir traustið og hvatninguna, veitti Krónan viðskiptavinum „fimmu” í formi 5% afsláttar af öllum vörum í öllum verslunum í einn dag, annað árið í röð. Krónan er fyrsta og eina matvöruverslun landsins sem er með umhverfisvottun Svansins.

Í júní hlaut Krónan Fjörusteininn, umhverfisverðlaun Faxaflóahafnar en verðlaunin eru veitt þeim sem hafa sýnt framsækni í umhverfismálum og verið til fyrirmyndar hvað varðar frágang á lóðum og snyrtilegt umhverfi.

Í nóvember hlaut svo Krónan viðurkenninguna vörumerki ársins 2021 fyrir framúrskarandi markaðssetningu. Verðlaunaafhendingin var hluti af samstarfsverkefni MMR, ÍMARK - Samtaka markaðsfólks á Íslandi, og SÍA - Sambands íslenskra auglýsingastofa.

Krónan hlaut á árinu Jafnvægisvogina, viðurkenningu FKA fyrir jöfn hlutföll kynja í æðstu stjórnendastöðum félagsins.

Krónan Hallveigarstíg hlaut viðurkenningu The Reykjavík Grapevine sem besta matvöruverslun Reykjavíkur.

Vottanir og verðlaun

Stærsta viðurkenning ársins var að fá Íslensku ánægjuvogina, fimmta árið í röð. Krónan mældist hæst allra á matvörumarkaði með 73,4 stig og með marktækum mun. Til að þakka viðskiptavinum fyrir traustið og hvatninguna, veitti Krónan viðskiptavinum „fimmu” í formi 5% afsláttar af öllum vörum í öllum verslunum í einn dag, annað árið í röð. Krónan er fyrsta og eina matvöruverslun landsins sem er með umhverfisvottun Svansins.

Í júní hlaut Krónan Fjörusteininn, umhverfisverðlaun Faxaflóahafnar en verðlaunin eru veitt þeim sem hafa sýnt framsækni í umhverfismálum og verið til fyrirmyndar hvað varðar frágang á lóðum og snyrtilegt umhverfi.

Í nóvember hlaut svo Krónan viðurkenninguna vörumerki ársins 2021 fyrir framúrskarandi markaðssetningu. Verðlaunaafhendingin var hluti af samstarfsverkefni MMR, ÍMARK - Samtaka markaðsfólks á Íslandi, og SÍA - Sambands íslenskra auglýsingastofa.

Krónan hlaut á árinu Jafnvægisvogina, viðurkenningu FKA fyrir jöfn hlutföll kynja í æðstu stjórnendastöðum félagsins.

Krónan Hallveigarstíg hlaut viðurkenningu The Reykjavík Grapevine sem besta matvöruverslun Reykjavíkur.

Grid Image
Grid Image
Grid Image
Grid Image
Grid Image
Grid Image

Framtíðarhorfur

Framtíðarhorfur Krónunnar eru góðar. Á nýju ári verða opnaðar þrjár nýjar verslanir; í Skeifunni, í Borgartúni og á Akureyri en annarri verslun í Skeifunni verður lokað á sama tíma. Þá eru fyrirhugaðar umfangsmiklar endurbætur á nokkrum eldri verslunum, bæði út frá umhverfisvænum sjónarmiðum þar sem meðal annars umhverfisvænni kælar verða settir upp, en einnig út frá ásýnd verslana til að stuðla að betri upplifun viðskiptavina.

Áfram verður fjárfest mikið í stafrænum lausnum til bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina. Á fyrri árshelmingi mun Snjallverslunin einnig verða aðgengileg á vefnum.  Þá er í forgangi að bæta þá þjónustu sem viðskiptavinir kalla helst eftir sem er að minnka biðtíma, auka afhendingarhlutfall og tryggja stöðugleika í gæðum. Þar að auki verður „Skannað og skundað“ lausnin innleidd í allar verslanir Krónunnar.

Innri stafræn vegferð Krónunnar er á fullu flugi með innleiðingu á Relesys appinu. Þar sameinast samskipti milli starfsmanna og einnig fræðsla og þjálfun – allt á einum stað og aðgengileg starfsmönnum hvenær og hvar sem er.

Ýmis markmið, bæði stór og smá, fyrir nýtt ár hafa verið sett á sviði umhverfis- og lýðheilsumála. Viðskiptavinir Krónunnar kalla eftir fleiri umbúða- og fjölnota lausnum og eru starfsmenn félagsins spenntir að svara kallinu. Öll verkefnin hafa það að leiðarljósi að minnka losun og umhverfisáhrif Krónunnar og/eða einfalda viðskiptavinum okkar að taka sín eigin umhverfisvænu skref. 

Unnið er að formlegri lýðheilsustefnu til að efla enn frekar lýðheilsu starfsfólks og viðskiptavina með áherslu á að auka sífellt úrval lífrænna og umhverfisvottaðra vara.

Framtíðarhorfur

Framtíðarhorfur Krónunnar eru góðar. Á nýju ári verða opnaðar þrjár nýjar verslanir; í Skeifunni, í Borgartúni og á Akureyri en annarri verslun í Skeifunni verður lokað á sama tíma. Þá eru fyrirhugaðar umfangsmiklar endurbætur á nokkrum eldri verslunum, bæði út frá umhverfisvænum sjónarmiðum þar sem meðal annars umhverfisvænni kælar verða settir upp, en einnig út frá ásýnd verslana til að stuðla að betri upplifun viðskiptavina.

Áfram verður fjárfest mikið í stafrænum lausnum til bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina. Á fyrri árshelmingi mun Snjallverslunin einnig verða aðgengileg á vefnum.  Þá er í forgangi að bæta þá þjónustu sem viðskiptavinir kalla helst eftir sem er að minnka biðtíma, auka afhendingarhlutfall og tryggja stöðugleika í gæðum. Þar að auki verður „Skannað og skundað“ lausnin innleidd í allar verslanir Krónunnar.

Innri stafræn vegferð Krónunnar er á fullu flugi með innleiðingu á Relesys appinu. Þar sameinast samskipti milli starfsmanna og einnig fræðsla og þjálfun – allt á einum stað og aðgengileg starfsmönnum hvenær og hvar sem er.

Ýmis markmið, bæði stór og smá, fyrir nýtt ár hafa verið sett á sviði umhverfis- og lýðheilsumála. Viðskiptavinir Krónunnar kalla eftir fleiri umbúða- og fjölnota lausnum og eru starfsmenn félagsins spenntir að svara kallinu. Öll verkefnin hafa það að leiðarljósi að minnka losun og umhverfisáhrif Krónunnar og/eða einfalda viðskiptavinum okkar að taka sín eigin umhverfisvænu skref. 

Unnið er að formlegri lýðheilsustefnu til að efla enn frekar lýðheilsu starfsfólks og viðskiptavina með áherslu á að auka sífellt úrval lífrænna og umhverfisvottaðra vara.

Grid Image
Grid Image
Grid Image
Grid Image
Grid Image
Grid Image
Banner image
Banner image

N1

N1 er orkusali samstæðunnar og sér fólki og atvinnulífinu fyrir eldsneyti, raforku, rekstrarvörum, veitingum og afþreyingu á þjónustustöðvum félagsins um allt land. Hlutverk N1 er að halda samfélaginu á hreyfingu með persónulegri þjónustu og markvissu vöruúrvali sem uppfyllir kröfur viðskiptavina hvert sem ferð þeirra liggur um Ísland.

N1 sparar viðskiptavinum bæði tíma og fyrirhöfn með þéttu neti þjónustustöðva og umbunar þeim með margvíslegum ávinningi af viðskiptunum, m.a. með N1 korti sem safnar vildarpunktum sem hægt er að nýta við kaup á vöru og þjónustu á N1 stöðvum um land allt.

N1 starfar út frá þremur grunngildum sem eru: virðing, einfaldleiki og kraftur. „Við sýnum hvert öðru virðingu, veitum þjónustu sem við getum verið stolt af og berum virðingu fyrir umhverfinu. Við leggjum okkur fram við að einfalda líf viðskiptavina okkar og liðsinna með góðu aðgengi að vörum okkar og þjónustu. Við hleypum krafti í samfélagið með öflugri dreifingu og afgreiðslu eldsneytis en einnig með stuðningi við hreyfingu, heilsubót og góð málefni sem auðga mannlífið."

Vel staðsettar þjónustustöðvar og verslanir um land allt, fyrsta flokks dekkja- og smurþjónusta og öflug fyrirtækjaþjónusta gera N1 að sterkri heild sem er mikilvægur hluti af íslensku samfélagi.

N1

N1 er orkusali samstæðunnar og sér fólki og atvinnulífinu fyrir eldsneyti, raforku, rekstrarvörum, veitingum og afþreyingu á þjónustustöðvum félagsins um allt land. Hlutverk N1 er að halda samfélaginu á hreyfingu með persónulegri þjónustu og markvissu vöruúrvali sem uppfyllir kröfur viðskiptavina hvert sem ferð þeirra liggur um Ísland.

N1 sparar viðskiptavinum bæði tíma og fyrirhöfn með þéttu neti þjónustustöðva og umbunar þeim með margvíslegum ávinningi af viðskiptunum, m.a. með N1 korti sem safnar vildarpunktum sem hægt er að nýta við kaup á vöru og þjónustu á N1 stöðvum um land allt.

N1 starfar út frá þremur grunngildum sem eru: virðing, einfaldleiki og kraftur. „Við sýnum hvert öðru virðingu, veitum þjónustu sem við getum verið stolt af og berum virðingu fyrir umhverfinu. Við leggjum okkur fram við að einfalda líf viðskiptavina okkar og liðsinna með góðu aðgengi að vörum okkar og þjónustu. Við hleypum krafti í samfélagið með öflugri dreifingu og afgreiðslu eldsneytis en einnig með stuðningi við hreyfingu, heilsubót og góð málefni sem auðga mannlífið."

Vel staðsettar þjónustustöðvar og verslanir um land allt, fyrsta flokks dekkja- og smurþjónusta og öflug fyrirtækjaþjónusta gera N1 að sterkri heild sem er mikilvægur hluti af íslensku samfélagi.

Virðing - Einfaldleiki - Kraftur

Virðing - Einfaldleiki - Kraftur

Besta ár N1 frá upphafi

Árið 2021 var besta rekstrarár í sögu N1 þrátt fyrir krefjandi aðstæður sökum áhrifa af COVID-19 faraldrinum. Samkomutakmarkanir höfðu áhrif á selt magn bifreiðaeldsneytis en færri ferðamenn komu til landsins en áætlað var og ferðatilhögun Íslendinga litaðist af þeim takmörkunum sem voru í gildi á hverjum tíma. Sumarið var þó hliðhollt í rekstri. Íslendingar ferðuðust mikið innanlands og nutu þess sem Ísland hefur upp á að bjóða. Þjónustustöðvar N1 víðsvegar um landið voru heimsóttar af fjölda ferðamanna, sér í lagi innlendum.

N1 hélt áfram að styrkja vöruframboð sitt í veitingum og opnaði í Borgarnesi og í Hveragerði bæði Ísey og Djúsí staði á seinni helmingi ársins. Viðtökurnar voru mjög góðar hjá viðskiptavinum og er fyrirhugað að opna fleiri staði á árinu 2022. Bílaþjónustan gekk mjög vel á síðasta ári og ljóst að sífellt fleiri Íslendingar nýta sér þá góðu þjónustu sem boðin er svo sem tímapantanir á netinu, dekkjahótel, gott vöruúrval og góðar staðsetningar. Fyrirtækjaþjónusta N1 er öflug og hélt vel velli á síðastliðnu ári þrátt fyrir minni umsvif ferðaþjónustufyrirtækja á landinu. Fjölbreytt vöruúrval og góð fjölbreytni í viðskiptavinahópi félagsins kom sér vel og dró úr áhrifum COVID-19 á fyrirtækjaþjónustuna.

Í samstarfi við Dropp hefur N1 boðið síðustu tvö ár uppá afhendingu á vörum samdægurs í gegnum fjöldann allan af netverslunum bæði íslenskum og erlendum. Á árinu 2021 voru 80 þúsund sendingar afhentar á þjónustustöðvum N1 sem er 150% aukning frá fyrra ári.

Íslensk Orkumiðlun, dótturfélag N1 fékk nýtt nafn undir lok árs en nýja nafnið N1 Rafmagn undirstrikar enn frekar það mikla vægi sem orkuskipti í samgöngum spila í rekstri N1. Rekstur N1 Rafmagns gekk vel á síðasta ári og fjölgar viðskiptavinum mikið á milli ára. Í upphafi árs 2022 var félagið gagnrýnt opinberlega fyrir að rukka viðskiptavini sem komu til félagsins á árinu 2021 í gegnum þrautavaraleið Orkustofnunar á sérstökum þrautavarataxta á meðan viðkomandi aðili var ekki búinn að velja sinn endanlega raforkusala.  Hér skorti leiðbeiningar frá Orkustofnun en til að útvega þessum viðskiptavinum raforku þurfti félagið að kaupa hana dýrt á skammtímamarkaði þar sem ekki var vitað hver orkuþörf þeirra var eða hvort þeir yrðu áfram til lengri tíma.  Með hagsmuni viðskiptavina og orðspor félagsins að leiðarljósi þá var ákveðið að leiðrétta þennan mun á töxtum til viðskiptavina fyrir allt árið 2021.

Rafhleðslustöðvum við þjónustustöðvar N1 hélt áfram að fjölga á árinu og undir lok árs var opnuð stærsta rafhleðslustöð landsins í Staðarskála í Hrútafirði þar sem hægt er hlaða allt að 19 bíla samtímis.

Besta ár N1 frá upphafi

Árið 2021 var besta rekstrarár í sögu N1 þrátt fyrir krefjandi aðstæður sökum áhrifa af COVID-19 faraldrinum. Samkomutakmarkanir höfðu áhrif á selt magn bifreiðaeldsneytis en færri ferðamenn komu til landsins en áætlað var og ferðatilhögun Íslendinga litaðist af þeim takmörkunum sem voru í gildi á hverjum tíma. Sumarið var þó hliðhollt í rekstri. Íslendingar ferðuðust mikið innanlands og nutu þess sem Ísland hefur upp á að bjóða. Þjónustustöðvar N1 víðsvegar um landið voru heimsóttar af fjölda ferðamanna, sér í lagi innlendum.

N1 hélt áfram að styrkja vöruframboð sitt í veitingum og opnaði í Borgarnesi og í Hveragerði bæði Ísey og Djúsí staði á seinni helmingi ársins. Viðtökurnar voru mjög góðar hjá viðskiptavinum og er fyrirhugað að opna fleiri staði á árinu 2022. Bílaþjónustan gekk mjög vel á síðasta ári og ljóst að sífellt fleiri Íslendingar nýta sér þá góðu þjónustu sem boðin er svo sem tímapantanir á netinu, dekkjahótel, gott vöruúrval og góðar staðsetningar. Fyrirtækjaþjónusta N1 er öflug og hélt vel velli á síðastliðnu ári þrátt fyrir minni umsvif ferðaþjónustufyrirtækja á landinu. Fjölbreytt vöruúrval og góð fjölbreytni í viðskiptavinahópi félagsins kom sér vel og dró úr áhrifum COVID-19 á fyrirtækjaþjónustuna.

Í samstarfi við Dropp hefur N1 boðið síðustu tvö ár uppá afhendingu á vörum samdægurs í gegnum fjöldann allan af netverslunum bæði íslenskum og erlendum. Á árinu 2021 voru 80 þúsund sendingar afhentar á þjónustustöðvum N1 sem er 150% aukning frá fyrra ári.

Íslensk Orkumiðlun, dótturfélag N1 fékk nýtt nafn undir lok árs en nýja nafnið N1 Rafmagn undirstrikar enn frekar það mikla vægi sem orkuskipti í samgöngum spila í rekstri N1. Rekstur N1 Rafmagns gekk vel á síðasta ári og fjölgar viðskiptavinum mikið á milli ára. Í upphafi árs 2022 var félagið gagnrýnt opinberlega fyrir að rukka viðskiptavini sem komu til félagsins á árinu 2021 í gegnum þrautavaraleið Orkustofnunar á sérstökum þrautavarataxta á meðan viðkomandi aðili var ekki búinn að velja sinn endanlega raforkusala.  Hér skorti leiðbeiningar frá Orkustofnun en til að útvega þessum viðskiptavinum raforku þurfti félagið að kaupa hana dýrt á skammtímamarkaði þar sem ekki var vitað hver orkuþörf þeirra var eða hvort þeir yrðu áfram til lengri tíma.  Með hagsmuni viðskiptavina og orðspor félagsins að leiðarljósi þá var ákveðið að leiðrétta þennan mun á töxtum til viðskiptavina fyrir allt árið 2021.

Rafhleðslustöðvum við þjónustustöðvar N1 hélt áfram að fjölga á árinu og undir lok árs var opnuð stærsta rafhleðslustöð landsins í Staðarskála í Hrútafirði þar sem hægt er hlaða allt að 19 bíla samtímis.

Áhrif COVID-19 á N1

Áhrif COVID-19 á rekstur N1 voru umtalsverð á síðasta ári en þó heldur minni en árið áður. Áhrifin eru helst vegna færri erlendra ferðamanna yfir sumartímann og þar með minni umferðar bílaleigu- og hópferðabifreiða á vegum landsins. Þá komu engin skemmtiferðaskip til landsins á síðasta ári. Öflugt þjónustunet félagsins sem þjónustar fólk á ferðinni fann þó vel fyrir þeim samkomutakmörkunum sem giltu á hverjum tíma. Íslendingar voru duglegir að ferðast um landið og eltu góða veðrið sem var langtímum yfir sumartímann á norður- og austurlandi. Mikið langvarandi álag skapaðist því á þessum stöðum vegna þessa. Uppúr stendur að starfsfólk félagsins hefur staðið sig gríðarlega vel í aðlagast þeim sífelldum breytingum sem urðu á samkomutakmörkunum og mismunandi aðstæðum og aukna álagi vegna þess.

Áhrif COVID-19 á N1

Áhrif COVID-19 á rekstur N1 voru umtalsverð á síðasta ári en þó heldur minni en árið áður. Áhrifin eru helst vegna færri erlendra ferðamanna yfir sumartímann og þar með minni umferðar bílaleigu- og hópferðabifreiða á vegum landsins. Þá komu engin skemmtiferðaskip til landsins á síðasta ári. Öflugt þjónustunet félagsins sem þjónustar fólk á ferðinni fann þó vel fyrir þeim samkomutakmörkunum sem giltu á hverjum tíma. Íslendingar voru duglegir að ferðast um landið og eltu góða veðrið sem var langtímum yfir sumartímann á norður- og austurlandi. Mikið langvarandi álag skapaðist því á þessum stöðum vegna þessa. Uppúr stendur að starfsfólk félagsins hefur staðið sig gríðarlega vel í aðlagast þeim sífelldum breytingum sem urðu á samkomutakmörkunum og mismunandi aðstæðum og aukna álagi vegna þess.

infoBoxIcon

90.000

Þátttakendur í sumarleik N1

infoBoxIcon

20%

Raforkusala af heild í Megajoules

infoBoxIcon

80.000

Sendingar frá vefverslunum í gegnum Dropp á þjónustustöðvum N1

infoBoxIcon

42.000

Bílar umfelgaðir á árinu

infoBoxIcon

90.000

Þátttakendur í sumarleik N1

infoBoxIcon

20%

Raforkusala af heild í Megajoules

infoBoxIcon

80.000

Sendingar frá vefverslunum í gegnum Dropp á þjónustustöðvum N1

infoBoxIcon

42.000

Bílar umfelgaðir á árinu

Samfélagsábyrgð N1

N1 vinnur eftir sex heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem snerta starfsemi félagsins mest til þess að auka enn frekar áherslur á ábyrga viðskiptahætti og umhverfis- og loftslagsmál. N1 leggur áherslu á jafnrétti kynjanna með jafnlaunavottun og jafnlaunastefnu.

Lögð er mikil áhersla á samfélagslega ábyrgð í starfsemi N1. Félagið hefur unnið að því að auka hana í aðfangakeðjunni með margvíslegum hætti á undanförnum árum. N1 leitar allra leiða til þess að umhverfið beri ekki skaða af starfseminni en auk þess að vera leiðandi í þjónustu hefur félagið verið leiðandi í umhverfisvænum lausnum á eldsneytismarkaði með sölu á metani og rafmagni. Sem viðurkenningu fyrir sitt starf þá hefur Creditinfo veitt félaginu sérstök verðlaun fyrir samfélagsábyrgð félagsins. Það er áskorun að finna umhverfisvænni valmöguleika í margbreytilegu vöruúrvali N1 og ná á sama tíma að uppfylla allar þarfir viðskiptavina félagsins.

Í stuðningi sínum við samfélagið leggur N1 áherslu á að styrkja og styðja við barna- og unglingastarf íþróttafélaga víðsvegar um landið. N1 studdi á árinu við tæplega 30 íþróttafélög og var auk þess bakhjarl KSÍ eins og mörg undanfarinn ár. Grasrótarstuðningur skiptir félagið miklu máli en það gefur mikinn innblástur að fjármunum þess sé varið í að byggja upp stjörnur framtíðarinnar.

Jólastyrkur N1 2021 fór í þrjú góð málefni: Píeta samtökin, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Fjölskylduhjálp Íslands. Þar voru fjármunir vel nýttir til að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur í neyð. Jafnt og þétt yfir árið er veittur fjöldi styrkja til góðgerðarmála. Einnig eru veittir styrkir í formi gjafa í ýmiss konar fjáraflanir t.a.m. skóla, leikskóla, björgunarsveita o.fl. aðila.

Þá var tekin ákvörðun um að styðja enn frekar við starfsemi BUGL og sjá áfram um rekstur bílaflota þeirra á árinu 2021. Stuðningurinn felur í sér rekstur tveggja bíla sem notaðir eru til að fara með skjólstæðinga BUGL í ýmsar ferðir en einnig til að vettvangsteymi geti sótt fjölskyldur heim og unnið með börnum í þeirra nærumhverfi. N1 gefur út samfélagsskýrslu fyrir árið 2021 þar sem nánar er fjallað um samfélagslega ábyrgð en skýrsluna má finna hér: n1.is/um-n1/samfelagsleg-abyrgd

Samfélagsábyrgð N1

N1 vinnur eftir sex heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem snerta starfsemi félagsins mest til þess að auka enn frekar áherslur á ábyrga viðskiptahætti og umhverfis- og loftslagsmál. N1 leggur áherslu á jafnrétti kynjanna með jafnlaunavottun og jafnlaunastefnu.

Lögð er mikil áhersla á samfélagslega ábyrgð í starfsemi N1. Félagið hefur unnið að því að auka hana í aðfangakeðjunni með margvíslegum hætti á undanförnum árum. N1 leitar allra leiða til þess að umhverfið beri ekki skaða af starfseminni en auk þess að vera leiðandi í þjónustu hefur félagið verið leiðandi í umhverfisvænum lausnum á eldsneytismarkaði með sölu á metani og rafmagni. Sem viðurkenningu fyrir sitt starf þá hefur Creditinfo veitt félaginu sérstök verðlaun fyrir samfélagsábyrgð félagsins. Það er áskorun að finna umhverfisvænni valmöguleika í margbreytilegu vöruúrvali N1 og ná á sama tíma að uppfylla allar þarfir viðskiptavina félagsins.

Í stuðningi sínum við samfélagið leggur N1 áherslu á að styrkja og styðja við barna- og unglingastarf íþróttafélaga víðsvegar um landið. N1 studdi á árinu við tæplega 30 íþróttafélög og var auk þess bakhjarl KSÍ eins og mörg undanfarinn ár. Grasrótarstuðningur skiptir félagið miklu máli en það gefur mikinn innblástur að fjármunum þess sé varið í að byggja upp stjörnur framtíðarinnar.

Jólastyrkur N1 2021 fór í þrjú góð málefni: Píeta samtökin, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Fjölskylduhjálp Íslands. Þar voru fjármunir vel nýttir til að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur í neyð. Jafnt og þétt yfir árið er veittur fjöldi styrkja til góðgerðarmála. Einnig eru veittir styrkir í formi gjafa í ýmiss konar fjáraflanir t.a.m. skóla, leikskóla, björgunarsveita o.fl. aðila.

Þá var tekin ákvörðun um að styðja enn frekar við starfsemi BUGL og sjá áfram um rekstur bílaflota þeirra á árinu 2021. Stuðningurinn felur í sér rekstur tveggja bíla sem notaðir eru til að fara með skjólstæðinga BUGL í ýmsar ferðir en einnig til að vettvangsteymi geti sótt fjölskyldur heim og unnið með börnum í þeirra nærumhverfi. N1 gefur út samfélagsskýrslu fyrir árið 2021 þar sem nánar er fjallað um samfélagslega ábyrgð en skýrsluna má finna hér: n1.is/um-n1/samfelagsleg-abyrgd

Banner image
Banner image

Vottanir og verðlaun

Átján þjónustustöðvar N1 eru vottaðar samkvæmt umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 og öll hjólbarðaverkstæði N1 eru vottuð Michelin Quality dealer. Frá árinu 2014 hefur N1 unnið samfélagsskýrslur um starfsemi sína.

Vottanir og verðlaun

Átján þjónustustöðvar N1 eru vottaðar samkvæmt umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 og öll hjólbarðaverkstæði N1 eru vottuð Michelin Quality dealer. Frá árinu 2014 hefur N1 unnið samfélagsskýrslur um starfsemi sína.

Grid Image
Grid Image
Grid Image
Grid Image

Framtíðarhorfur

Framtíðarhorfur N1 eru mjög góðar. Félagið býr yfir gríðarlega öflugu þjónustu- og dreifineti um allt Ísland fyrir vörur sínar og þjónustu. Þetta net mun nýtast félaginu vel í orkuskiptum í samgöngum sem mun verða á næstu árum. N1 Rafmagn er orðinn virkur þátttakandi á raforkumarkaði en gríðarlegur vöxtur félagsins hefur skotið enn styrkari stoðum undir rekstur N1 til framtíðar. N1 vinnur að uppsetningu rafhleðslustöðva hringinn í kringum Ísland og munu þær ásamt fjölbreyttu vöruúrvali enn frekar gera þjónustustöðvar N1 að fyrsta valkosti fólks á ferð um landið.

Á þjónustustöðvum félagsins er boðið upp á fjölbreytta valkosti í veitingum og aukin áhersla lögð á hollari valkosti. Fjölgun Ísey Skyr Bar og nú síðast Djúsí á stöðvum N1 hefur mælst vel fyrir meðal viðskiptavina félagsins og undirstrika þá stefnu N1 að bjóða upp á hollari valkosti.

Fyrirtækjaþjónusta N1 er mjög öflug og er sífellt verið að leita leiða til að styrkja þá þjónustu enn frekar. Vefverslun N1 er í stöðugri þróun og sífellt fleiri fyrirtæki kjósa að nýta sér þá auknu þjónustu sem þeim stendur til boða. Vefverslunin var jafnframt opnuð fyrir einstaklinga á síðastliðnu ári og hefur það mælst vel fyrir. Mörg þúsund fyrirtæki vítt og breitt um landið kjósa að eiga viðskipti við N1 í hverjum mánuði og er það markmið félagsins að þjónustu viðskiptavini vel og einfalda þeim lífið.

Framtíðarhorfur

Framtíðarhorfur N1 eru mjög góðar. Félagið býr yfir gríðarlega öflugu þjónustu- og dreifineti um allt Ísland fyrir vörur sínar og þjónustu. Þetta net mun nýtast félaginu vel í orkuskiptum í samgöngum sem mun verða á næstu árum. N1 Rafmagn er orðinn virkur þátttakandi á raforkumarkaði en gríðarlegur vöxtur félagsins hefur skotið enn styrkari stoðum undir rekstur N1 til framtíðar. N1 vinnur að uppsetningu rafhleðslustöðva hringinn í kringum Ísland og munu þær ásamt fjölbreyttu vöruúrvali enn frekar gera þjónustustöðvar N1 að fyrsta valkosti fólks á ferð um landið.

Á þjónustustöðvum félagsins er boðið upp á fjölbreytta valkosti í veitingum og aukin áhersla lögð á hollari valkosti. Fjölgun Ísey Skyr Bar og nú síðast Djúsí á stöðvum N1 hefur mælst vel fyrir meðal viðskiptavina félagsins og undirstrika þá stefnu N1 að bjóða upp á hollari valkosti.

Fyrirtækjaþjónusta N1 er mjög öflug og er sífellt verið að leita leiða til að styrkja þá þjónustu enn frekar. Vefverslun N1 er í stöðugri þróun og sífellt fleiri fyrirtæki kjósa að nýta sér þá auknu þjónustu sem þeim stendur til boða. Vefverslunin var jafnframt opnuð fyrir einstaklinga á síðastliðnu ári og hefur það mælst vel fyrir. Mörg þúsund fyrirtæki vítt og breitt um landið kjósa að eiga viðskipti við N1 í hverjum mánuði og er það markmið félagsins að þjónustu viðskiptavini vel og einfalda þeim lífið.

Grid Image
Grid Image
Grid Image
Grid Image
Grid Image
Grid Image
Banner image
Banner image

Bakkinn

Bakkinn vöruhótel rekur tvö vöruhús, í Skarfagörðum og Klettagörðum, sem sérhæfa sig í vöruhýsingu, pökkun, vörumerkingu, afgreiðslu og dreifingu á vörum fyrir viðskiptavini sem kjósa að úthýsa vöruhúsastarfsemi sinni að einhverju eða öllu leyti. Starfsemi Bakkans er mikilvægur hlekkur í aðfangakeðju samstæðu Festi sem tryggir örugga geymslu og skilvirka dreifingu á vörum til viðskiptavina hvort sem er innan samstæðu eða utan.

Boðið er upp á hágæða þjónustu til þeirra sem vilja úthýsa vöruhúsaþjónustu og dreifingu að hluta eða öllu leyti. Lögð er mikil áhersla á skilvirkni í þjónustu og hagkvæmni í ferlum. Vandað gæða- og öryggiseftirlit er fyrir hendi sem endurspeglar gildi Bakkans; Þjónusta – Gæði - Öryggi.

Bakkinn

Bakkinn vöruhótel rekur tvö vöruhús, í Skarfagörðum og Klettagörðum, sem sérhæfa sig í vöruhýsingu, pökkun, vörumerkingu, afgreiðslu og dreifingu á vörum fyrir viðskiptavini sem kjósa að úthýsa vöruhúsastarfsemi sinni að einhverju eða öllu leyti. Starfsemi Bakkans er mikilvægur hlekkur í aðfangakeðju samstæðu Festi sem tryggir örugga geymslu og skilvirka dreifingu á vörum til viðskiptavina hvort sem er innan samstæðu eða utan.

Boðið er upp á hágæða þjónustu til þeirra sem vilja úthýsa vöruhúsaþjónustu og dreifingu að hluta eða öllu leyti. Lögð er mikil áhersla á skilvirkni í þjónustu og hagkvæmni í ferlum. Vandað gæða- og öryggiseftirlit er fyrir hendi sem endurspeglar gildi Bakkans; Þjónusta – Gæði - Öryggi.

Alhliða vöruhúsaþjónusta og dreifing – alla leið

Alhliða vöruhúsaþjónusta og dreifing – alla leið

Reksturinn á árinu

COVID-19 heimsfaraldurinn hafði áframhaldandi áhrif á viðskiptavini Bakkans á árinu 2021. Salan jókst hjá þeim flestum sem þýddi aukið álag á starfsmenn og innviði félagsins. Stór skref voru tekin í að bæta ferla til að ráða betur við ýmsa álagstíma innan ársins. Vefverslun viðskiptavina jókst áfram mikið milli ára með afhendingum beint úr vöruhúsi. Þjónustan var aukin umtalsvert með styttingu á afgreiðslutíma sérstaklega á álagstímum. Unnið var að innleiðingu nýs vöruhúsakerfis sem fór í loftið í ársbyrjun 2022. Miklar vonir standa til að þetta muni bæta þjónustu og lækka einingakostnað enn frekar.

Áhrif COVID-19 á Bakkann

Áframhaldandi áskoranir Bakkans á árinu fólust í að aðlaga starfsemina að sóttvarnarreglum sem settar voru hverju sinni og halda starfseminni gangandi. Aukin sala viðskiptavina Bakkans skilaði einnig auknu álagi á vöruhúsin og til þess að halda fjöldatakmörkunum starfsmanna og viðskiptavina í vöruhúsunum var brugðið á það ráð að skipta húsunum niður í sóttvarnarhólf þegar þess þurfti. Þessar áherslur skiluðu því að smit hjá Bakkanum voru í lágmarki og höfðu lítil sem engin áhrif á starfsemina.

Reksturinn á árinu

COVID-19 heimsfaraldurinn hafði áframhaldandi áhrif á viðskiptavini Bakkans á árinu 2021. Salan jókst hjá þeim flestum sem þýddi aukið álag á starfsmenn og innviði félagsins. Stór skref voru tekin í að bæta ferla til að ráða betur við ýmsa álagstíma innan ársins. Vefverslun viðskiptavina jókst áfram mikið milli ára með afhendingum beint úr vöruhúsi. Þjónustan var aukin umtalsvert með styttingu á afgreiðslutíma sérstaklega á álagstímum. Unnið var að innleiðingu nýs vöruhúsakerfis sem fór í loftið í ársbyrjun 2022. Miklar vonir standa til að þetta muni bæta þjónustu og lækka einingakostnað enn frekar.

Áhrif COVID-19 á Bakkann

Áframhaldandi áskoranir Bakkans á árinu fólust í að aðlaga starfsemina að sóttvarnarreglum sem settar voru hverju sinni og halda starfseminni gangandi. Aukin sala viðskiptavina Bakkans skilaði einnig auknu álagi á vöruhúsin og til þess að halda fjöldatakmörkunum starfsmanna og viðskiptavina í vöruhúsunum var brugðið á það ráð að skipta húsunum niður í sóttvarnarhólf þegar þess þurfti. Þessar áherslur skiluðu því að smit hjá Bakkanum voru í lágmarki og höfðu lítil sem engin áhrif á starfsemina.

infoBoxIcon

9,5

Kílómetrar af hillurekkum

infoBoxIcon

12

Tölvustýrðir hilluturnar

infoBoxIcon

23.000

Samtals fermetrar vöruhúsa

infoBoxIcon

32.000

Bretti

infoBoxIcon

9,5

Kílómetrar af hillurekkum

infoBoxIcon

12

Tölvustýrðir hilluturnar

infoBoxIcon

23.000

Samtals fermetrar vöruhúsa

infoBoxIcon

32.000

Bretti

Samfélagsábyrgð Bakkans

Bakkinn hefur til fjölda ára leitast við að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og minnka sóun í allri sinni starfssemi. Á árinu 2020 mótaði Bakkinn sérstök markmið í samfélagslegri ábyrgð og samræmdi þau við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í samræmi við kjarnastarfsemi sína.

Bakkinn valdi að einbeita sér að heimsmarkmiðum númer 5, 10, 12 og 13, en þau standa fyrir jafnrétti kynja, aukinn jöfnuð, ábyrga neyslu og framleiðslu og aðgerðir í loftlagsmálum. Umhverfismál eru gríðarlega mikilvæg í starfsemi Bakkans en lögð hefur verið áhersla á að minnka kolefnisspor frá starfseminni. Á árinu 2021 var mæld heildarkolefnislosun Bakkans samtals 152,9 tCO2Í og er hún öll kolefnisjöfnuð, í gegnum móðurfélagið Festi, með gróðursetningu sem samsvarar 1.520 trjáa í gegnum Kolvið. Bakkinn undirritaði á árinu Loftlagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar um að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum.

Bakkinn gefur út samfélagsskýrslu fyrir árið 2021 sem má lesa í heild sinni hér: bakkinn.is/samfelagsskyrsla

Samfélagsábyrgð Bakkans

Bakkinn hefur til fjölda ára leitast við að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og minnka sóun í allri sinni starfssemi. Á árinu 2020 mótaði Bakkinn sérstök markmið í samfélagslegri ábyrgð og samræmdi þau við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í samræmi við kjarnastarfsemi sína.

Bakkinn valdi að einbeita sér að heimsmarkmiðum númer 5, 10, 12 og 13, en þau standa fyrir jafnrétti kynja, aukinn jöfnuð, ábyrga neyslu og framleiðslu og aðgerðir í loftlagsmálum. Umhverfismál eru gríðarlega mikilvæg í starfsemi Bakkans en lögð hefur verið áhersla á að minnka kolefnisspor frá starfseminni. Á árinu 2021 var mæld heildarkolefnislosun Bakkans samtals 152,9 tCO2Í og er hún öll kolefnisjöfnuð, í gegnum móðurfélagið Festi, með gróðursetningu sem samsvarar 1.520 trjáa í gegnum Kolvið. Bakkinn undirritaði á árinu Loftlagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar um að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum.

Bakkinn gefur út samfélagsskýrslu fyrir árið 2021 sem má lesa í heild sinni hér: bakkinn.is/samfelagsskyrsla

Banner image
Banner image

Framtíðarhorfur

Þarfir viðskiptavina hafa breyst mikið með tilkomu COVID-19 en Bakkinn hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni og viðbragðshraða til að svara þeim kröfum. Sveiflur í fjölda afhendinga frá einum tíma til annars eru komnar til að vera. Með innleiðingu nýs vöruhúsakerfis og frekari fjárfestingu í sjálfvirkni mun Bakkinn geta boðið viðskiptavinum sínum lausnir á góðu verði sem ráða betur við slík tilvik og tryggja þannig samkeppnishæfni félagsins til framtíðar þar sem gæði, þjónusta og öryggi gegna lykilhlutverki.

Framtíðarhorfur

Þarfir viðskiptavina hafa breyst mikið með tilkomu COVID-19 en Bakkinn hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni og viðbragðshraða til að svara þeim kröfum. Sveiflur í fjölda afhendinga frá einum tíma til annars eru komnar til að vera. Með innleiðingu nýs vöruhúsakerfis og frekari fjárfestingu í sjálfvirkni mun Bakkinn geta boðið viðskiptavinum sínum lausnir á góðu verði sem ráða betur við slík tilvik og tryggja þannig samkeppnishæfni félagsins til framtíðar þar sem gæði, þjónusta og öryggi gegna lykilhlutverki.

Banner image
Banner image

Festi fasteignir

Fasteignarekstur samstæðunnar fer fram í tveimur félögum. Annars vegar í Festi sem á og rekur fasteignir sem tilheyra að mestu starfsemi N1 og hins vegar í dótturfélaginu Festi fasteignum sem á og rekur allar aðrar fasteignir samstæðunnar. Festi fasteignir sérhæfir sig í útleigu atvinnuhúsnæðis til félaga í verslunarrekstri og eru fasteignirnar að mestu leyti í útleigu til dótturfélaga Festi. Starfsmenn framkvæmdadeildar Festi halda utan um allar framkvæmdir á fasteignum og lóðum samstæðunnar hvort sem er í viðhaldsverkefnum eða nýfjárfestingum. Fasteignastarfsemin er rekin með það að markmiði að fjárbinding í fasteignum sé arðbær og styðji við kjarnastarfsemi samstæðunnar.

Heildarfjöldi fasteigna í eigu samstæðunnar í árslok 2021 var 85 og eru þær samtals um 92 þúsund fermetrar. Nýtingarhlutfallið er 97% en 85% af fermetrafjöldanum er notað fyrir eigin rekstur.

Festi fasteignir

Fasteignarekstur samstæðunnar fer fram í tveimur félögum. Annars vegar í Festi sem á og rekur fasteignir sem tilheyra að mestu starfsemi N1 og hins vegar í dótturfélaginu Festi fasteignum sem á og rekur allar aðrar fasteignir samstæðunnar. Festi fasteignir sérhæfir sig í útleigu atvinnuhúsnæðis til félaga í verslunarrekstri og eru fasteignirnar að mestu leyti í útleigu til dótturfélaga Festi. Starfsmenn framkvæmdadeildar Festi halda utan um allar framkvæmdir á fasteignum og lóðum samstæðunnar hvort sem er í viðhaldsverkefnum eða nýfjárfestingum. Fasteignastarfsemin er rekin með það að markmiði að fjárbinding í fasteignum sé arðbær og styðji við kjarnastarfsemi samstæðunnar.

Heildarfjöldi fasteigna í eigu samstæðunnar í árslok 2021 var 85 og eru þær samtals um 92 þúsund fermetrar. Nýtingarhlutfallið er 97% en 85% af fermetrafjöldanum er notað fyrir eigin rekstur.

Útleiga og rekstur fasteigna til félaga í atvinnurekstri

Útleiga og rekstur fasteigna til félaga í atvinnurekstri

Fjárfestingar og eignasölur á árinu

Unnið var að fjölmörgum endurbótum og nýfjárfestingum á árinu en þessar voru helstar:

Ísey Skyrbar var opnað á fjórum nýjum staðsetningum á árinu; N1 Reykjarvíkurvegi,  N1 Fossvogi, N1 Hveragerði og N1 Borgarnesi. Miklar endurbætur voru gerðar á veitingahluta N1 í Staðarskála í Hrútafirði á árinu ásamt þvi að ýmsar endurbætur voru gerðar á N1 stöðvum víðsvegar um landið. Lóð var keypt sem er samliggjandi lóð N1 á Blönduósi og er fyrirhugað að stækka þjónustustöð félagsins og bæta þannig alla aðstöðu fyrir vegfarendur og viðskiptavini N1 á Blönduósi. Síðla árs var lóð keypt við Flugvelli 23 í Reykjanesbæ en þar stendur til að byggja atvinnuhúsnæði fyrir bílaþjónustu N1, N1 verslun og fjölorkustöð. Áætlað er að framkvæmdir hefjist vorið 2022 og rekstur byrji á vormánuðum 2023.

Í júní hófust framkvæmdir við uppbyggingu 2.100 fermetra verslunarhúsnæðis við Glerárgötu 38 á Akureyri. Húsnæðið mun hýsa fyrstu verslun Krónunar á Norðurlandi og er áætlað að verslunin muni opna undir lok árs 2022.

Fjórar stærri fasteignir voru seldar út úr samstæðunni á árinu, það voru eignir við Austurveg 1-5 Selfossi, Hafnargötu 2 Reyðarfirði, Háholt 13-15 Mosfellsbæ og Dalbraut 1 Akranesi. Salan er í takt við stefnu félagsins um sölu fasteigna þar sem eigin starfsemi er undir ákveðnu hlutfalli í viðkomandi eign.

Áhrif COVID-19

COVID-19 heimsfaraldurinn hafði óveruleg áhrif á starfsemina á árinu. Vanskil á leigugreiðslum voru lítil en framkvæmdir töfðust í einhverjum tilvikum lítillega vegna samkomutakmarkana og seinkana á afgreiðslu vara erlendis frá. Einnig hefur kostnaður við aðföng hækkað vegna áhrifa faraldursins á heimvísu. Aðlaga þurfti verklag við framkvæmdir í takt við gildandi sóttvarnarreglur hverju sinni og var framkvæmdasvæðum skipt í sóttvarnarhólf og takmörk sett á samgang starfsmanna á milli verkefna.

Fjárfestingar og eignasölur á árinu

Unnið var að fjölmörgum endurbótum og nýfjárfestingum á árinu en þessar voru helstar:

Ísey Skyrbar var opnað á fjórum nýjum staðsetningum á árinu; N1 Reykjarvíkurvegi,  N1 Fossvogi, N1 Hveragerði og N1 Borgarnesi. Miklar endurbætur voru gerðar á veitingahluta N1 í Staðarskála í Hrútafirði á árinu ásamt þvi að ýmsar endurbætur voru gerðar á N1 stöðvum víðsvegar um landið. Lóð var keypt sem er samliggjandi lóð N1 á Blönduósi og er fyrirhugað að stækka þjónustustöð félagsins og bæta þannig alla aðstöðu fyrir vegfarendur og viðskiptavini N1 á Blönduósi. Síðla árs var lóð keypt við Flugvelli 23 í Reykjanesbæ en þar stendur til að byggja atvinnuhúsnæði fyrir bílaþjónustu N1, N1 verslun og fjölorkustöð. Áætlað er að framkvæmdir hefjist vorið 2022 og rekstur byrji á vormánuðum 2023.

Í júní hófust framkvæmdir við uppbyggingu 2.100 fermetra verslunarhúsnæðis við Glerárgötu 38 á Akureyri. Húsnæðið mun hýsa fyrstu verslun Krónunar á Norðurlandi og er áætlað að verslunin muni opna undir lok árs 2022.

Fjórar stærri fasteignir voru seldar út úr samstæðunni á árinu, það voru eignir við Austurveg 1-5 Selfossi, Hafnargötu 2 Reyðarfirði, Háholt 13-15 Mosfellsbæ og Dalbraut 1 Akranesi. Salan er í takt við stefnu félagsins um sölu fasteigna þar sem eigin starfsemi er undir ákveðnu hlutfalli í viðkomandi eign.

Áhrif COVID-19

COVID-19 heimsfaraldurinn hafði óveruleg áhrif á starfsemina á árinu. Vanskil á leigugreiðslum voru lítil en framkvæmdir töfðust í einhverjum tilvikum lítillega vegna samkomutakmarkana og seinkana á afgreiðslu vara erlendis frá. Einnig hefur kostnaður við aðföng hækkað vegna áhrifa faraldursins á heimvísu. Aðlaga þurfti verklag við framkvæmdir í takt við gildandi sóttvarnarreglur hverju sinni og var framkvæmdasvæðum skipt í sóttvarnarhólf og takmörk sett á samgang starfsmanna á milli verkefna.

infoBoxIcon

85

Eignir í eigu samstæðunnar

infoBoxIcon

97%

Húsnæðis í útleigu

infoBoxIcon

92.000

Samtals fermetrar

infoBoxIcon

85%

Eigin not húsnæðis

infoBoxIcon

85

Eignir í eigu samstæðunnar

infoBoxIcon

97%

Húsnæðis í útleigu

infoBoxIcon

92.000

Samtals fermetrar

infoBoxIcon

85%

Eigin not húsnæðis

Banner image
Banner image

Framtíðarhorfur

Mikil þekking er á fasteignarekstri hjá samstæðunni. Markmiðin eru áfram að leita allra leiða til að reka fasteignir félaganna á sem hagkvæmastan hátt og standa þétt við bakið á stjórnendum við mat á nýjum fjárfestingarkostum.  Áhersla verður lögð á að auka nýtingarhlutfall fasteigna með nýjum leigusamningum og endurnýjun á eldri leigusamningum.

Mikið fjárfestingarár er framundan á árinu 2022 en fyrirhugað er að opna þrjár nýjar Krónuverslanir á árinu, eina nýja ELKO verslun, hefja uppbyggingu N1 þjónustustöðvar í Reykjanesbæ ásamt fjölmargra viðhalds- og endurnýjunarverkefna á starfsstöðvum félaganna um allt Ísland.

Framtíðarhorfur

Mikil þekking er á fasteignarekstri hjá samstæðunni. Markmiðin eru áfram að leita allra leiða til að reka fasteignir félaganna á sem hagkvæmastan hátt og standa þétt við bakið á stjórnendum við mat á nýjum fjárfestingarkostum.  Áhersla verður lögð á að auka nýtingarhlutfall fasteigna með nýjum leigusamningum og endurnýjun á eldri leigusamningum.

Mikið fjárfestingarár er framundan á árinu 2022 en fyrirhugað er að opna þrjár nýjar Krónuverslanir á árinu, eina nýja ELKO verslun, hefja uppbyggingu N1 þjónustustöðvar í Reykjanesbæ ásamt fjölmargra viðhalds- og endurnýjunarverkefna á starfsstöðvum félaganna um allt Ísland.