Ávarp stjórnarformanns og forstjóra banner image
Ávarp stjórnarformanns og forstjóra banner image

Ávarp stjórnarformanns og forstjóra

Ávarp stjórnarformanns og forstjóra

Árið í hnotskurn

Árið einkenndist bæði af bjartsýni og ófyrirsjáanleika þar sem félagið þurfti enn að kljást við rekstrar- og samfélagsáhrif vegna COVID-19. Félagið var þó reynslunni ríkara í kjölfar heimsfaraldurs sem dundi yfir heimsbyggðina árið áður og nýttist sú reynsla til að takast á við áskoranir ársins í tengslum við t.a.m. samkomutakmarkanir og sóttvarnaaðgerðir. Heimsfaraldurinn hafði minni áhrif á fyrirtæki samstæðunnar í ár og var lögð rík áhersla á að þjónusta viðskiptavini þrátt fyrir óvissuþætti. Ferðamenn tóku að streyma til landsins á ný og nutu félög innan samstæðunnar góðs af því. Í heildina gekk rekstur Festi vel á árinu og markaði það viss tímamót þar sem öll fyrirtæki samstæðunnar skiluðu sinni bestu afkomu frá upphafi. Velta Krónunnar jókst töluvert þrátt fyrir áhrif COVID-19 og nam rúmlega 46,8 milljörðum króna sem er um 9% aukning milli ára. Rekstur N1 batnaði verulega milli ára eftir erfitt rekstrarár 2020, m.a. sökum fækkunar ferðamanna og samkomutakmarkana. Velta félagsins nam 37,8 milljörðum króna og jókst um 21% frá fyrra ári, þar sem sala á rafmagni til heimila og fyrirtækja lék stórt hlutverk. Þrátt fyrir mun minni sölu í næst stærstu verslun ELKO í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sökum færri flugferða á árinu, jókst velta raftækjaverslunarinnar mikið, eða um tæp 18% og nam um 15,4 milljörðum króna á rekstrarárinu. Líkt og árið áður skipti sterk vefverslun ELKO sköpum á tímum heimsfaraldurs.

Uppbygging samstæðu

Festi er eignarhaldsfélag fimm rekstrarfélaga og snýr starfsemi félagsins að fjárfestingum og stoðþjónustu við rekstrarfélög sín, Bakkann vöruhótel, ELKO, Festi Fasteignir, Krónuna og N1. Kjarninn í hlutverk Festi er að stýra fjárfestingum, styðja við verðmætasköpun og skapa ný tækifæri. Gildi Festi eru virði, samvinna og traust. Stefnuáherslur Festi eru eftirfarandi:

Samfélagið. Við höfum jákvæð áhrif á samfélagið og okkar nærumhverfi með því að hafa sjálfbærni að leiðarljósi í allri okkar ákvarðanatöku.

Starfsfólk. Við ætlum að vera framúrskarandi og eftirsóttur vinnustaður þar sem ýtt er undir starfsþróun og heillandi vinnumenningu.

Rekstrarfélög. Við styðjum okkar rekstrarfélög til vaxtar og leitum nýrra tækifæra með hagkvæmri stoðþjónustu á sviði rekstrar, fjármögnunar, mannauðsmála, starfrænna lausna/IT og sjálfbærni.

Samstarfsaðilar. Við byggjum upp langtímaviðskiptasambönd við okkar viðskiptavini, birgja og aðra samstarfsaðila.

Hluthafar. Við sköpum virði fyrir okkar hluthafa með sjálfbærum langtímafjárfestingum.

Framtíðarsýn Festi er: Við erum leiðandi, traust og sjálfbær. Við aukum virði, ánægju og lífsgæði.

Árið í hnotskurn

Árið einkenndist bæði af bjartsýni og ófyrirsjáanleika þar sem félagið þurfti enn að kljást við rekstrar- og samfélagsáhrif vegna COVID-19. Félagið var þó reynslunni ríkara í kjölfar heimsfaraldurs sem dundi yfir heimsbyggðina árið áður og nýttist sú reynsla til að takast á við áskoranir ársins í tengslum við t.a.m. samkomutakmarkanir og sóttvarnaaðgerðir. Heimsfaraldurinn hafði minni áhrif á fyrirtæki samstæðunnar í ár og var lögð rík áhersla á að þjónusta viðskiptavini þrátt fyrir óvissuþætti. Ferðamenn tóku að streyma til landsins á ný og nutu félög innan samstæðunnar góðs af því. Í heildina gekk rekstur Festi vel á árinu og markaði það viss tímamót þar sem öll fyrirtæki samstæðunnar skiluðu sinni bestu afkomu frá upphafi. Velta Krónunnar jókst töluvert þrátt fyrir áhrif COVID-19 og nam rúmlega 46,8 milljörðum króna sem er um 9% aukning milli ára. Rekstur N1 batnaði verulega milli ára eftir erfitt rekstrarár 2020, m.a. sökum fækkunar ferðamanna og samkomutakmarkana. Velta félagsins nam 37,8 milljörðum króna og jókst um 21% frá fyrra ári, þar sem sala á rafmagni til heimila og fyrirtækja lék stórt hlutverk. Þrátt fyrir mun minni sölu í næst stærstu verslun ELKO í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sökum færri flugferða á árinu, jókst velta raftækjaverslunarinnar mikið, eða um tæp 18% og nam um 15,4 milljörðum króna á rekstrarárinu. Líkt og árið áður skipti sterk vefverslun ELKO sköpum á tímum heimsfaraldurs.

Uppbygging samstæðu

Festi er eignarhaldsfélag fimm rekstrarfélaga og snýr starfsemi félagsins að fjárfestingum og stoðþjónustu við rekstrarfélög sín, Bakkann vöruhótel, ELKO, Festi Fasteignir, Krónuna og N1. Kjarninn í hlutverk Festi er að stýra fjárfestingum, styðja við verðmætasköpun og skapa ný tækifæri. Gildi Festi eru virði, samvinna og traust. Stefnuáherslur Festi eru eftirfarandi:

Samfélagið. Við höfum jákvæð áhrif á samfélagið og okkar nærumhverfi með því að hafa sjálfbærni að leiðarljósi í allri okkar ákvarðanatöku.

Starfsfólk. Við ætlum að vera framúrskarandi og eftirsóttur vinnustaður þar sem ýtt er undir starfsþróun og heillandi vinnumenningu.

Rekstrarfélög. Við styðjum okkar rekstrarfélög til vaxtar og leitum nýrra tækifæra með hagkvæmri stoðþjónustu á sviði rekstrar, fjármögnunar, mannauðsmála, starfrænna lausna/IT og sjálfbærni.

Samstarfsaðilar. Við byggjum upp langtímaviðskiptasambönd við okkar viðskiptavini, birgja og aðra samstarfsaðila.

Hluthafar. Við sköpum virði fyrir okkar hluthafa með sjálfbærum langtímafjárfestingum.

Framtíðarsýn Festi er: Við erum leiðandi, traust og sjálfbær. Við aukum virði, ánægju og lífsgæði.

Banner image
Banner image

Hluthafar

Aðalfundur Festi var haldinn 22. mars 2021. Í stjórn voru kjörin Guðjón Reynisson, Kristín Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Þórey G. Guðmundsdóttir og Þórður Már Jóhannesson. Stjórn skipti með sér verkum og var Þórður Már Jóhannesson kjörinn formaður stjórnar og Guðjón Reynisson varaformaður. Á árinu störfuðu þrjár undirnefndir stjórnar; endurskoðunarnefnd, starfskjaranefnd og fjárfestingaráð. Endurskoðunarnefnd var skipuð Björgólfi Jóhannssyni, sem var formaður, en auk hans sátu stjórnarmennirnir Kristín Guðmundsdóttir og Þórey G. Guðmundsdóttir í nefndinni. Starfskjaranefnd var skipuð þremur stjórnarmönnum, þeim Margréti Guðmundsdóttur, sem var formaður, Guðjóni Reynissyni og Þórði Má Jóhannessyni. Í fjárfestingaráði sátu Þórður Már Jóhannesson formaður og Eggert Þór Kristófersson. Tilnefningarnefnd var skipuð Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur og Tryggva Pálssyni.

Stjórn og stjórnarhættir

Stjórn Festi hefur sett sér starfsreglur og er þar leitast við að fylgja „Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja“ sem Viðskiptaráð Íslands, NASDAQ OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins gáfu út í endurskoðaðri útgáfu þann 1. júlí 2021. Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar á www.leidbeiningar.is. Þórður Már Jóhannesson, fyrrum stjórnarformaður félagsins sagði sig úr stjórn þann 6. janúar 2022. Stjórnin skipti með sér verkum í kjölfarið og Guðjón Reynisson tók við sem stjórnarformaður. Aðalfundur verður í mars 2022 og fram að honum verða fjórir í stjórn félagsins. Í stjórninni nú eru þrjár konur og einn karl en samkvæmt samþykktum félagsins eiga stjórnarmenn að vera fimm. Frekari upplýsingar um stjórn og stjórnarhætti er að finna í viðaukanum Stjórnarháttayfirlýsing sem fylgir ársreikningnum.

Þann 13. janúar 2022 tilkynnti stjórn Festi að starfsreglur stjórnar yrðu endurskoðaðar með það að markmiði að bæta reglur og gera vinnulag skýrara ef fram koma upplýsingar sem benda til mögulegs vanhæfis æðstu stjórnenda. Vinna hófst strax og hafa drög að reglum þess efnis verið samþykkt af stjórn og verða kynntar á aðalfundi. Til þess að auka getu félagsins til þess að takast á við mál sem snerta orðspor æðstu stjórnenda og rekstraráhættu sem getur tengst því að orðspor þeirra bíði hnekki, er lagt til að samþykktir félagsins verði styrktar. Verði breytingin samþykkt áformar félagsstjórn að breyta starfsreglum stjórnar, setja stjórn sérstakar siðareglur og setja nýjar reglur um mat á hæfi stjórnarmanna og forstjóra orðsporsáhættu og hagsmunaárekstra sem saman er ætlað að mynda heildstæða umgjörð um meðferð slíkra mála. Tillagan verður lögð fram til samþykktar á aðalfundi 22. mars 2022.

Eiginfjárstýring og arðgreiðslur

Stjórn Festi hefur mótað stefnu um fjármagnsskipan og arðgreiðslur en samkvæmt henni er miðað við að arðgreiðslur til hluthafa, kaup eigin bréfa eða lækkun hlutafjár nemi að minnsta kosti 50% af hagnaði hvers árs. Jafnframt verður stefnt að því að EBITDA verði 35% af framlegð (árslok 2021: 41,1%). Nettó vaxtaberandi skuldir verði að hámarki 3,5 x EBITDA (árslok 2021: 2,3) og eiginfjárhlutfall verði á bilinu 30-35%. Í lánaskilmálum félagsins er gerð krafa um að eiginfjárhlutfall sé að lágmarki 25% (árslok 2021: 39,4%).

Afkomuspár ársins 2021

Félagið gaf út afkomuspá 24. febrúar 2021 fyrir árið 2021 í tengslum við birtingu ársuppgjörs 2020, þar sem EBITDA afkoman var áætluð 7.500 til 7.900 millj. kr. Félagið hækkaði afkomuspá sína þrisvar á árinu, síðast í tengslum við birtingu uppgjörs þriðja ársfjórðungs í 9.800 til 10.200 millj. kr. EBITDA niðurstaða ársins nam 10.118 millj. kr. sem er umtalsvert betri en fyrsta afkomuspá ársins gerði ráð fyrir. Aukin umsvif hjá öllum dótturfélögum Festi skýra betri afkomu en einnig náðist hagræðing á ýmsum sviðum sem skilaði sér í lækkun einingakostnaðar. Þá var ekki gert ráð fyrir í upphaflegri spá, söluhagnaði eigna að fjárhæð 569 millj. kr.

Frá skráningu Festi á markað árið 2013 hefur félagið greitt hluthöfum samtals 17.275 millj. kr. í arðgreiðslur og endurkaup. Markaðsvirði félagsins nam 73,1 milljarði króna í árslok 2021 og var ávöxtun hluthafa 27,9% árið 2021.

Hluthafar

Aðalfundur Festi var haldinn 22. mars 2021. Í stjórn voru kjörin Guðjón Reynisson, Kristín Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Þórey G. Guðmundsdóttir og Þórður Már Jóhannesson. Stjórn skipti með sér verkum og var Þórður Már Jóhannesson kjörinn formaður stjórnar og Guðjón Reynisson varaformaður. Á árinu störfuðu þrjár undirnefndir stjórnar; endurskoðunarnefnd, starfskjaranefnd og fjárfestingaráð. Endurskoðunarnefnd var skipuð Björgólfi Jóhannssyni, sem var formaður, en auk hans sátu stjórnarmennirnir Kristín Guðmundsdóttir og Þórey G. Guðmundsdóttir í nefndinni. Starfskjaranefnd var skipuð þremur stjórnarmönnum, þeim Margréti Guðmundsdóttur, sem var formaður, Guðjóni Reynissyni og Þórði Má Jóhannessyni. Í fjárfestingaráði sátu Þórður Már Jóhannesson formaður og Eggert Þór Kristófersson. Tilnefningarnefnd var skipuð Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur og Tryggva Pálssyni.

Stjórn og stjórnarhættir

Stjórn Festi hefur sett sér starfsreglur og er þar leitast við að fylgja „Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja“ sem Viðskiptaráð Íslands, NASDAQ OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins gáfu út í endurskoðaðri útgáfu þann 1. júlí 2021. Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar á www.leidbeiningar.is. Þórður Már Jóhannesson, fyrrum stjórnarformaður félagsins sagði sig úr stjórn þann 6. janúar 2022. Stjórnin skipti með sér verkum í kjölfarið og Guðjón Reynisson tók við sem stjórnarformaður. Aðalfundur verður í mars 2022 og fram að honum verða fjórir í stjórn félagsins. Í stjórninni nú eru þrjár konur og einn karl en samkvæmt samþykktum félagsins eiga stjórnarmenn að vera fimm. Frekari upplýsingar um stjórn og stjórnarhætti er að finna í viðaukanum Stjórnarháttayfirlýsing sem fylgir ársreikningnum.

Þann 13. janúar 2022 tilkynnti stjórn Festi að starfsreglur stjórnar yrðu endurskoðaðar með það að markmiði að bæta reglur og gera vinnulag skýrara ef fram koma upplýsingar sem benda til mögulegs vanhæfis æðstu stjórnenda. Vinna hófst strax og hafa drög að reglum þess efnis verið samþykkt af stjórn og verða kynntar á aðalfundi. Til þess að auka getu félagsins til þess að takast á við mál sem snerta orðspor æðstu stjórnenda og rekstraráhættu sem getur tengst því að orðspor þeirra bíði hnekki, er lagt til að samþykktir félagsins verði styrktar. Verði breytingin samþykkt áformar félagsstjórn að breyta starfsreglum stjórnar, setja stjórn sérstakar siðareglur og setja nýjar reglur um mat á hæfi stjórnarmanna og forstjóra orðsporsáhættu og hagsmunaárekstra sem saman er ætlað að mynda heildstæða umgjörð um meðferð slíkra mála. Tillagan verður lögð fram til samþykktar á aðalfundi 22. mars 2022.

Eiginfjárstýring og arðgreiðslur

Stjórn Festi hefur mótað stefnu um fjármagnsskipan og arðgreiðslur en samkvæmt henni er miðað við að arðgreiðslur til hluthafa, kaup eigin bréfa eða lækkun hlutafjár nemi að minnsta kosti 50% af hagnaði hvers árs. Jafnframt verður stefnt að því að EBITDA verði 35% af framlegð (árslok 2021: 41,1%). Nettó vaxtaberandi skuldir verði að hámarki 3,5 x EBITDA (árslok 2021: 2,3) og eiginfjárhlutfall verði á bilinu 30-35%. Í lánaskilmálum félagsins er gerð krafa um að eiginfjárhlutfall sé að lágmarki 25% (árslok 2021: 39,4%).

Afkomuspár ársins 2021

Félagið gaf út afkomuspá 24. febrúar 2021 fyrir árið 2021 í tengslum við birtingu ársuppgjörs 2020, þar sem EBITDA afkoman var áætluð 7.500 til 7.900 millj. kr. Félagið hækkaði afkomuspá sína þrisvar á árinu, síðast í tengslum við birtingu uppgjörs þriðja ársfjórðungs í 9.800 til 10.200 millj. kr. EBITDA niðurstaða ársins nam 10.118 millj. kr. sem er umtalsvert betri en fyrsta afkomuspá ársins gerði ráð fyrir. Aukin umsvif hjá öllum dótturfélögum Festi skýra betri afkomu en einnig náðist hagræðing á ýmsum sviðum sem skilaði sér í lækkun einingakostnaðar. Þá var ekki gert ráð fyrir í upphaflegri spá, söluhagnaði eigna að fjárhæð 569 millj. kr.

Frá skráningu Festi á markað árið 2013 hefur félagið greitt hluthöfum samtals 17.275 millj. kr. í arðgreiðslur og endurkaup. Markaðsvirði félagsins nam 73,1 milljarði króna í árslok 2021 og var ávöxtun hluthafa 27,9% árið 2021.

Banner image
Banner image

Samkomulag við Reykjavíkurborg um fækkun bensínstöðva

Stjórn Festi hf. staðfesti drög að samningum við Reykjavíkurborg um fækkun bensínstöðva, sem lögð voru fyrir borgarráð til kynningar þann 24. júní 2021. Samningarnir eru gerðir á grundvelli samningsmarkmiða Reykjavíkurborgar frá 7. maí 2019, sem lögð hafa verið til grundvallar í viðræðum borgaryfirvalda við rekstraraðila og lóðarhafa bensínstöðvalóða í borginni og fela meðal annars í sér tímabundna framlengingu lóðarleigusamninga og gerð samninga um uppbyggingu lóða í samræmi við samningsmarkmið Reykjavíkurborgar á nýjum uppbyggingarsvæðum, dags. 31. janúar 2019.

Samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Stefna Festi og dótturfélaga er að vera í forystu til framtíðar og eru bæði samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni mikilvægir þættir í þeirri vegferð. Festi og dótturfélög vinna stöðugt að því að efla og auka vægi samfélagslegrar ábyrgðar og sjálfbærni í sinni kjarnastarfsemi. Þessir þættir eru að verða sífellt veigameiri í rekstri allra félaga og snerta flesta þætti starfsemi þeirra. Ýmis svið falla undir þá vinnu, svo sem umhverfismál, siðareglur, sanngjarnir starfshættir, samfélagsleg virkni, þróun og tengsl við samfélagið. Festi og dótturfélög hafa mótað sjálfbærnimarkmið sem tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í samræmi við kjarnastarfsemi sína sem þau gera grein fyrir í samfélagsskýrslum sínum. Festi er skráð á aðallista Nasdaq og framkvæmir heildar sjálfbærniuppgjör með hliðsjón af ESG leiðbeiningum Nasdaq fjórða árið í röð. Reitun vann og útbjó skýrslu um ESG áhættumat á Festi árið 2021. Samsteypan kemur vel út úr áhættumatinu og fær einkunnina 72 (72 stig af 100 mögulegum).

 

Velferð starfsfólks í fyrirrúmi

Festi og dótturfélög hafa markað sér mannauðs-, jafnlauna- og jafnréttisstefnur sem styður þá staðreynd að einn mikilvægasti auður félaganna er fólginn í starfsfólkinu, þekkingu þess og færni. Festi leggur veigamikla áherslu á velferð og vellíðan starfsfólks, hvetur til heilbrigðs lífernis og stuðlar að jöfnum tækifærum, m.a. með hvetjandi og öruggu starfsumhverfi, tækifærum til starfsþróunar og markvissri þjálfun. Markmið félagsins er að starfsfólkinu líði vel, bæði í starfi og utan þess. Því til stuðnings var mikilvægu mannauðsverkefni innan félagsins ýtt úr vör á rekstrarárinu. Velferðarpakki Festi leit dagsins ljós og er honum ætlað að stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu starfsfólks. Innihald velferðarpakkans er margþætt og standa starfsfólki til boða hinir ýmsu styrkir, aðstoð og velferðarþjónusta, s.s. íþróttastyrkir, sálfræðiaðstoð, ráðgjöf sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa eða næringarfræðings, markþjálfun og ráðgjöf sem snýr að hjónabandi, uppeldi, fjölskyldu eða einelti. Stuðningur innan vinnustaðar er lykilatriði þegar kemur að vellíðan og velferð starfsfólks og eru allir sem starfa innan samstæðunnar hvattir til að nýta sér velferðarpakkann þar sem þörf er á.

 

Ábyrg kolefnisjöfnun losunar félaga samstæðunnar

Aukin áhersla á loftslagsmál og ábyrga kolefnisjöfnun er mikilvægur hlekkur í samfélagsábyrgð félaga og endurspegla málefnin áherslur og viðbrögð allra fyrirtækja sem ætla sér að sýna ábyrgð í verki og stemma stigu við loftslagsvánni. Meðal stórra verkefna innan Festi á rekstrarárinu var skráning fyrsta kolefnisbindingarverkefnisins í Loftslagsskrá Íslands samkvæmt kröfum Skógarkolefnis sem er gæðakerfi sem Skógræktin hefur verið með í þróun. Festi skrifaði undir samning þess efnis sumarið 2021 og er verkefnið í samræmi við álit Loftslagsráðs þar sem áréttað var mikilvægi ábyrgrar kolefnisjöfnunar og heildstæðrar loftslagsstefnu. Til að tryggja rekjanleika, trúverðugleika og gagnsæi í loftslagsaðgerðum Festi, mun óháð vottunarstofa sjá um að staðfesta að farið sé í einu og öllu eftir gæðakerfinu. Þegar binding verður raunveruleg og nýta á árangurinn til kolefnisjöfnunar verður það gert með afskráningu kolefniseininga í Loftslagsskrá. Kolefni verður bundið með nýskógrækt á jörðinni Fjarðarhorni í Hrútafirði sem er í eigu Festi. Gróðursett verður a.m.k. hálf milljón trjáplantna á næstu þremur árum og hefst gróðursetning vorið 2022. Með verkefninu vill Festi kolefnisjafna með ábyrgum hætti alla þá losun félaga innan samstæðunnar sem ekki er hægt að fyrirbyggja. Verkefnið er einnig í takt við stefnu félaga Festi um samfélagsábyrgð og fylgir þeim Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem félögin hafa sett sér.

 

N1 tekur þátt í orkuskiptum og eykur vægi hreinnar orku

N1 hefur unnið að því að auka samfélagslega ábyrgð í aðfangakeðjunni með margvíslegum hætti á undanförnum árum. Á rekstrarárinu undirstrikaði félagið enn frekar vægi hreinnar orku innan N1 þegar nafni Íslenskrar Orkumiðlunar var breytt í N1 Rafmagn og var sala á raforku færð enn nær rekstri N1. N1 er skilgreint sem orkusali Festi samstæðunnar og var 20% af allri orku sem N1 seldi árið 2021 umhverfisvæn orka sem jókst um þrjú prósentustig á milli ára. N1 hefur fjölgað verulega rafhleðslustöðvum á þjónustustöðvum sínum og er leiðandi í að loka hringnum fyrir rafbílaeigendur. Hraðhleðslustöðvar N1 eru nú staðsettar á fjórtán stöðum víðsvegar um landið og mun félagið fjölga þeim enn frekar á næstu misserum. Á rekstrarárinu opnaði stærsti rafhleðslugarður landsins við þjónustustöð N1 í Staðarskála þar sem markmiðið er að auka þjónustu við rafbílaeigendur, auðvelda þeim ferðalagið á rafbílum og stuðla að uppbyggingu innviða vegna orkuskipta. Aukin áhersla á rafhleðslur við þjónustustöðvar er liður í því að auka framboð á endurnýjanlegum og grænum orkugjöfum í takt við orkustefnu félagsins til framtíðar.

N1 hefur í fjölda ára lagt sitt af mörkum til samfélagsins, meðal annars fyrir jólin. Þetta árið kaus starfsfólk N1 að styrkja Píeta samtökin, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Fjölskylduhjálp Íslands með styrkjum fyrirtækisins í aðdraganda jóla. Píeta samtökin hlutu fjárstyrk sem mun nýtast í áframhaldandi meðferðar- og forvarnarstarf samtakanna og hlaut Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur styrk til kaupa á gjöfum handa börnum á aldrinum 9-17 ára. Einnig þáði Fjölskylduhjálp Íslands hreinlætisvörur frá N1 þar sem mikil vöntun var á slíkum nauðsynjavörum. Þetta er fjórða árið í röð sem N1 ákveður að auka upphæð styrkja til góðgerðarmála í stað þess að senda jólagjafir til samstarfsaðila og viðskiptavina.

Megináhersla er lögð á umhverfismál, ábyrga stjórnarhætti og jafnréttismál innan félagsins. Fyrirtækið hefur náð góðum árangri á þeim sviðum og þróað ýmis samfélagslega mikilvæg verkefni á síðustu árum sem tengjast áherslum þess. N1 hefur unnið og gefið út samfélagsskýrslur um starfsemi sína allt frá árinu 2014.

Krónan styður við náttúruna, samfélagið og jafnrétti 

Krónan er lágvöruverðsverslun sem leggur lykiláherslu á að koma réttu vöruúrvali til viðskiptavina á eins ódýran hátt og mögulegt er. Umhverfismál eru í hávegum höfð og leggur verslunin áherslu á þrjá megin umhverfisþætti í rekstri sínum, að draga úr matarsóun, spara orku og minnka umbúðir. Einblínt er á verkefni sem færa Krónuna nær hringrásarhagkerfinu og var því aukin áhersla lögð á fjölnota- og áfyllanlegar lausnir á árinu. Settur var upp sápubar í verslun Krónunnar á Granda þar sem viðskiptavinir geta sjálfir fyllt á sápu og sjampó og sömuleiðis var opnaður mjólkursjálfsali með Hreppamjólk í fjölnota flöskum í Lindum. Fyrsti Krónukraninn var einnig kynntur til sögunnar í Vík í Mýrdal þar sem viðskiptavinir, ekki síst erlendir ferðamenn, eru hvattir til að spara bæði umbúðir og pening með því að fylla okkar ferska vatn beint á fjölnota flöskur. Á árinu hlaut Krónan Fjörusteininn, umhverfisverðalaun Faxaflóahafna en verðlaunin eru veitt þeim sem hafa sýnt framsækni í umhverfismálum og verið fyrirmynd hvað varðar frágang á lóðum og snyrtilegt umhverfi.

Krónan er fyrsta og eina matvöruverslunin á Íslandi sem hefur hlotið umhverfisvottun Svansins. Vottunin sér m.a. til þess að boðið er upp á gott úrval lífrænna og umhverfisvottaðra vara, hugað er að lágmörkun og flokkun sorps, minnkun matarsóunar með markvissum og mælanlegum hætti og notkun á umhverfisvottuðum rekstrar- og hreinlætisvörum. 

Á hverju ári veitir Krónan styrki til góðgerðarmála. Styrktarstefna Krónunnar miðar að því að styrkja þau verkefni sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna eða hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu samfélagsins í nærsamfélaginu. Í ár styrkti Krónan góðgerðarfélög til matarúthlutana með rúmum 6,5 milljónum króna fyrir jólin. Einnig bauðst viðskiptavinum Krónunnar að bæta við 500 krónum í lokaskrefi greiðslu í sjálfsafgreiðslu og Snjallverslun og rann sú fjárhæð beint til þess góðgerðarfélags sem sér um matarúthlutanir í nærsamfélagi verslunarinnar. Alls söfnuðust yfir fimm milljónir króna í söfnun viðskiptavina og því hlutu góðgerðarsamtökin samanlagt um 11,5 milljónir króna frá Krónunni og viðskiptavinum. Þar að auki hlutu 25 félög um allt land samfélagsstyrk að heildarupphæð 7 milljónir króna. Að sama skapi söfnuðust rúmar 8,3 milljónir króna í fjáröflunarátaki Krónunnar og viðskiptavina verslunarinnar, í samstarfi við átak UNICEF á Íslandi sem ber heitið „Komum því til skila“. Upphæðin rann óskert í söfnun UNICEF fyrir dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 í efnaminni ríkjum. Upphæðin nægði fyrir dreifingu alls 36.280 skammta til einstaklinga í efnaminni ríkjum heimsins. 

Krónan leggur sérstaka áherslu á jafnrétti í sinni starfsemi og hlaut m.a. viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni FKA. Viðurkenninguna hljóta þau félög sem hafa náð jöfnu hlutfalli kynja í efsta lagi stjórnar. Krónan gefur nú út samfélagsskýrslu sína í þriðja sinn en sú fyrsta hlaut viðurkenningu Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð, Stjórnvísi og Viðskiptaráðs Íslands sem samfélagsskýrsla ársins.

 

ELKO leggur áherslu á samfélagslega ábyrgð í takt við stefnu fyrirtækisins

ELKO stuðlar að umhverfisvernd með margvíslegum hætti og hefur á síðustu árum lagt mikla áherslu á mikilvægi hringrásarhagkerfisins með aukna endurvinnslu og minni sóun að leiðarljósi. ELKO hefur síðastliðin ár keypt snjallsíma, fartölvur, leikjatölvur og spjaldtölvur af viðskiptavinum sínum með því markmiði að gefa þeim nýtt líf með endurvinnslu. Árið 2021 keypti ELKO yfir 2.400 notuð raftæki fyrir um 10 milljónir króna. Jákvæð áhrif á umhverfið vegna þessara aðgerða er ígildi losunar á um 110.000 kg af koltvísýringi sem samsvarar árslosun koltvísýrings um 16 Evrópubúa. ELKO mun gefa út sína aðra samfélagsskýrslu í ár.

Í byrjun árs 2021 fór ELKO sömuleiðis að birta verðsögu hverrar vöru fyrir sig á grafi undir vöruspjaldi í vefverslun. Markmiðið með því að birta verðsögu vara er að stuðla að gegnsæjum viðskiptaháttum og bættri þjónustu, sem og að byggja upp traust í viðskiptum og samskiptum við viðskiptavini og aðra neytendur.

 

Bakkinn vöruhótel rekur tvö vöruhús sem sérhæfa sig í vöruhúsaþjónustu og dreifingu á vörum fyrir viðskiptavini. Bakkinn gefur út sína aðra samfélagsskýrslu í ár.

Rekstrarfélög innan Festi gefa öll út samfélagsskýrslu í samræmi við ESG viðmið Nasdaq fyrir árið 2021 og verða þær birtar í mars 2022. Í þeim verður nánar gert grein fyrir starfseminni, sjálfbærnimarkmiðum, losun CO2 og markmiðum þeirra tengdum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Samkomulag við Reykjavíkurborg um fækkun bensínstöðva

Stjórn Festi hf. staðfesti drög að samningum við Reykjavíkurborg um fækkun bensínstöðva, sem lögð voru fyrir borgarráð til kynningar þann 24. júní 2021. Samningarnir eru gerðir á grundvelli samningsmarkmiða Reykjavíkurborgar frá 7. maí 2019, sem lögð hafa verið til grundvallar í viðræðum borgaryfirvalda við rekstraraðila og lóðarhafa bensínstöðvalóða í borginni og fela meðal annars í sér tímabundna framlengingu lóðarleigusamninga og gerð samninga um uppbyggingu lóða í samræmi við samningsmarkmið Reykjavíkurborgar á nýjum uppbyggingarsvæðum, dags. 31. janúar 2019.

Samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Stefna Festi og dótturfélaga er að vera í forystu til framtíðar og eru bæði samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni mikilvægir þættir í þeirri vegferð. Festi og dótturfélög vinna stöðugt að því að efla og auka vægi samfélagslegrar ábyrgðar og sjálfbærni í sinni kjarnastarfsemi. Þessir þættir eru að verða sífellt veigameiri í rekstri allra félaga og snerta flesta þætti starfsemi þeirra. Ýmis svið falla undir þá vinnu, svo sem umhverfismál, siðareglur, sanngjarnir starfshættir, samfélagsleg virkni, þróun og tengsl við samfélagið. Festi og dótturfélög hafa mótað sjálfbærnimarkmið sem tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í samræmi við kjarnastarfsemi sína sem þau gera grein fyrir í samfélagsskýrslum sínum. Festi er skráð á aðallista Nasdaq og framkvæmir heildar sjálfbærniuppgjör með hliðsjón af ESG leiðbeiningum Nasdaq fjórða árið í röð. Reitun vann og útbjó skýrslu um ESG áhættumat á Festi árið 2021. Samsteypan kemur vel út úr áhættumatinu og fær einkunnina 72 (72 stig af 100 mögulegum).

 

Velferð starfsfólks í fyrirrúmi

Festi og dótturfélög hafa markað sér mannauðs-, jafnlauna- og jafnréttisstefnur sem styður þá staðreynd að einn mikilvægasti auður félaganna er fólginn í starfsfólkinu, þekkingu þess og færni. Festi leggur veigamikla áherslu á velferð og vellíðan starfsfólks, hvetur til heilbrigðs lífernis og stuðlar að jöfnum tækifærum, m.a. með hvetjandi og öruggu starfsumhverfi, tækifærum til starfsþróunar og markvissri þjálfun. Markmið félagsins er að starfsfólkinu líði vel, bæði í starfi og utan þess. Því til stuðnings var mikilvægu mannauðsverkefni innan félagsins ýtt úr vör á rekstrarárinu. Velferðarpakki Festi leit dagsins ljós og er honum ætlað að stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu starfsfólks. Innihald velferðarpakkans er margþætt og standa starfsfólki til boða hinir ýmsu styrkir, aðstoð og velferðarþjónusta, s.s. íþróttastyrkir, sálfræðiaðstoð, ráðgjöf sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa eða næringarfræðings, markþjálfun og ráðgjöf sem snýr að hjónabandi, uppeldi, fjölskyldu eða einelti. Stuðningur innan vinnustaðar er lykilatriði þegar kemur að vellíðan og velferð starfsfólks og eru allir sem starfa innan samstæðunnar hvattir til að nýta sér velferðarpakkann þar sem þörf er á.

 

Ábyrg kolefnisjöfnun losunar félaga samstæðunnar

Aukin áhersla á loftslagsmál og ábyrga kolefnisjöfnun er mikilvægur hlekkur í samfélagsábyrgð félaga og endurspegla málefnin áherslur og viðbrögð allra fyrirtækja sem ætla sér að sýna ábyrgð í verki og stemma stigu við loftslagsvánni. Meðal stórra verkefna innan Festi á rekstrarárinu var skráning fyrsta kolefnisbindingarverkefnisins í Loftslagsskrá Íslands samkvæmt kröfum Skógarkolefnis sem er gæðakerfi sem Skógræktin hefur verið með í þróun. Festi skrifaði undir samning þess efnis sumarið 2021 og er verkefnið í samræmi við álit Loftslagsráðs þar sem áréttað var mikilvægi ábyrgrar kolefnisjöfnunar og heildstæðrar loftslagsstefnu. Til að tryggja rekjanleika, trúverðugleika og gagnsæi í loftslagsaðgerðum Festi, mun óháð vottunarstofa sjá um að staðfesta að farið sé í einu og öllu eftir gæðakerfinu. Þegar binding verður raunveruleg og nýta á árangurinn til kolefnisjöfnunar verður það gert með afskráningu kolefniseininga í Loftslagsskrá. Kolefni verður bundið með nýskógrækt á jörðinni Fjarðarhorni í Hrútafirði sem er í eigu Festi. Gróðursett verður a.m.k. hálf milljón trjáplantna á næstu þremur árum og hefst gróðursetning vorið 2022. Með verkefninu vill Festi kolefnisjafna með ábyrgum hætti alla þá losun félaga innan samstæðunnar sem ekki er hægt að fyrirbyggja. Verkefnið er einnig í takt við stefnu félaga Festi um samfélagsábyrgð og fylgir þeim Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem félögin hafa sett sér.

 

N1 tekur þátt í orkuskiptum og eykur vægi hreinnar orku

N1 hefur unnið að því að auka samfélagslega ábyrgð í aðfangakeðjunni með margvíslegum hætti á undanförnum árum. Á rekstrarárinu undirstrikaði félagið enn frekar vægi hreinnar orku innan N1 þegar nafni Íslenskrar Orkumiðlunar var breytt í N1 Rafmagn og var sala á raforku færð enn nær rekstri N1. N1 er skilgreint sem orkusali Festi samstæðunnar og var 20% af allri orku sem N1 seldi árið 2021 umhverfisvæn orka sem jókst um þrjú prósentustig á milli ára. N1 hefur fjölgað verulega rafhleðslustöðvum á þjónustustöðvum sínum og er leiðandi í að loka hringnum fyrir rafbílaeigendur. Hraðhleðslustöðvar N1 eru nú staðsettar á fjórtán stöðum víðsvegar um landið og mun félagið fjölga þeim enn frekar á næstu misserum. Á rekstrarárinu opnaði stærsti rafhleðslugarður landsins við þjónustustöð N1 í Staðarskála þar sem markmiðið er að auka þjónustu við rafbílaeigendur, auðvelda þeim ferðalagið á rafbílum og stuðla að uppbyggingu innviða vegna orkuskipta. Aukin áhersla á rafhleðslur við þjónustustöðvar er liður í því að auka framboð á endurnýjanlegum og grænum orkugjöfum í takt við orkustefnu félagsins til framtíðar.

N1 hefur í fjölda ára lagt sitt af mörkum til samfélagsins, meðal annars fyrir jólin. Þetta árið kaus starfsfólk N1 að styrkja Píeta samtökin, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Fjölskylduhjálp Íslands með styrkjum fyrirtækisins í aðdraganda jóla. Píeta samtökin hlutu fjárstyrk sem mun nýtast í áframhaldandi meðferðar- og forvarnarstarf samtakanna og hlaut Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur styrk til kaupa á gjöfum handa börnum á aldrinum 9-17 ára. Einnig þáði Fjölskylduhjálp Íslands hreinlætisvörur frá N1 þar sem mikil vöntun var á slíkum nauðsynjavörum. Þetta er fjórða árið í röð sem N1 ákveður að auka upphæð styrkja til góðgerðarmála í stað þess að senda jólagjafir til samstarfsaðila og viðskiptavina.

Megináhersla er lögð á umhverfismál, ábyrga stjórnarhætti og jafnréttismál innan félagsins. Fyrirtækið hefur náð góðum árangri á þeim sviðum og þróað ýmis samfélagslega mikilvæg verkefni á síðustu árum sem tengjast áherslum þess. N1 hefur unnið og gefið út samfélagsskýrslur um starfsemi sína allt frá árinu 2014.

Krónan styður við náttúruna, samfélagið og jafnrétti 

Krónan er lágvöruverðsverslun sem leggur lykiláherslu á að koma réttu vöruúrvali til viðskiptavina á eins ódýran hátt og mögulegt er. Umhverfismál eru í hávegum höfð og leggur verslunin áherslu á þrjá megin umhverfisþætti í rekstri sínum, að draga úr matarsóun, spara orku og minnka umbúðir. Einblínt er á verkefni sem færa Krónuna nær hringrásarhagkerfinu og var því aukin áhersla lögð á fjölnota- og áfyllanlegar lausnir á árinu. Settur var upp sápubar í verslun Krónunnar á Granda þar sem viðskiptavinir geta sjálfir fyllt á sápu og sjampó og sömuleiðis var opnaður mjólkursjálfsali með Hreppamjólk í fjölnota flöskum í Lindum. Fyrsti Krónukraninn var einnig kynntur til sögunnar í Vík í Mýrdal þar sem viðskiptavinir, ekki síst erlendir ferðamenn, eru hvattir til að spara bæði umbúðir og pening með því að fylla okkar ferska vatn beint á fjölnota flöskur. Á árinu hlaut Krónan Fjörusteininn, umhverfisverðalaun Faxaflóahafna en verðlaunin eru veitt þeim sem hafa sýnt framsækni í umhverfismálum og verið fyrirmynd hvað varðar frágang á lóðum og snyrtilegt umhverfi.

Krónan er fyrsta og eina matvöruverslunin á Íslandi sem hefur hlotið umhverfisvottun Svansins. Vottunin sér m.a. til þess að boðið er upp á gott úrval lífrænna og umhverfisvottaðra vara, hugað er að lágmörkun og flokkun sorps, minnkun matarsóunar með markvissum og mælanlegum hætti og notkun á umhverfisvottuðum rekstrar- og hreinlætisvörum. 

Á hverju ári veitir Krónan styrki til góðgerðarmála. Styrktarstefna Krónunnar miðar að því að styrkja þau verkefni sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna eða hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu samfélagsins í nærsamfélaginu. Í ár styrkti Krónan góðgerðarfélög til matarúthlutana með rúmum 6,5 milljónum króna fyrir jólin. Einnig bauðst viðskiptavinum Krónunnar að bæta við 500 krónum í lokaskrefi greiðslu í sjálfsafgreiðslu og Snjallverslun og rann sú fjárhæð beint til þess góðgerðarfélags sem sér um matarúthlutanir í nærsamfélagi verslunarinnar. Alls söfnuðust yfir fimm milljónir króna í söfnun viðskiptavina og því hlutu góðgerðarsamtökin samanlagt um 11,5 milljónir króna frá Krónunni og viðskiptavinum. Þar að auki hlutu 25 félög um allt land samfélagsstyrk að heildarupphæð 7 milljónir króna. Að sama skapi söfnuðust rúmar 8,3 milljónir króna í fjáröflunarátaki Krónunnar og viðskiptavina verslunarinnar, í samstarfi við átak UNICEF á Íslandi sem ber heitið „Komum því til skila“. Upphæðin rann óskert í söfnun UNICEF fyrir dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 í efnaminni ríkjum. Upphæðin nægði fyrir dreifingu alls 36.280 skammta til einstaklinga í efnaminni ríkjum heimsins. 

Krónan leggur sérstaka áherslu á jafnrétti í sinni starfsemi og hlaut m.a. viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni FKA. Viðurkenninguna hljóta þau félög sem hafa náð jöfnu hlutfalli kynja í efsta lagi stjórnar. Krónan gefur nú út samfélagsskýrslu sína í þriðja sinn en sú fyrsta hlaut viðurkenningu Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð, Stjórnvísi og Viðskiptaráðs Íslands sem samfélagsskýrsla ársins.

 

ELKO leggur áherslu á samfélagslega ábyrgð í takt við stefnu fyrirtækisins

ELKO stuðlar að umhverfisvernd með margvíslegum hætti og hefur á síðustu árum lagt mikla áherslu á mikilvægi hringrásarhagkerfisins með aukna endurvinnslu og minni sóun að leiðarljósi. ELKO hefur síðastliðin ár keypt snjallsíma, fartölvur, leikjatölvur og spjaldtölvur af viðskiptavinum sínum með því markmiði að gefa þeim nýtt líf með endurvinnslu. Árið 2021 keypti ELKO yfir 2.400 notuð raftæki fyrir um 10 milljónir króna. Jákvæð áhrif á umhverfið vegna þessara aðgerða er ígildi losunar á um 110.000 kg af koltvísýringi sem samsvarar árslosun koltvísýrings um 16 Evrópubúa. ELKO mun gefa út sína aðra samfélagsskýrslu í ár.

Í byrjun árs 2021 fór ELKO sömuleiðis að birta verðsögu hverrar vöru fyrir sig á grafi undir vöruspjaldi í vefverslun. Markmiðið með því að birta verðsögu vara er að stuðla að gegnsæjum viðskiptaháttum og bættri þjónustu, sem og að byggja upp traust í viðskiptum og samskiptum við viðskiptavini og aðra neytendur.

 

Bakkinn vöruhótel rekur tvö vöruhús sem sérhæfa sig í vöruhúsaþjónustu og dreifingu á vörum fyrir viðskiptavini. Bakkinn gefur út sína aðra samfélagsskýrslu í ár.

Rekstrarfélög innan Festi gefa öll út samfélagsskýrslu í samræmi við ESG viðmið Nasdaq fyrir árið 2021 og verða þær birtar í mars 2022. Í þeim verður nánar gert grein fyrir starfseminni, sjálfbærnimarkmiðum, losun CO2 og markmiðum þeirra tengdum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Banner image
Banner image

Gestur Hjaltason kveður ELKO eftir 20 ár í starfi

Gestur Hjaltason óskaði eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri ELKO frá og með 31. desember 2021. Gestur hefur verið framkvæmdastjóri félagsins frá árinu 2002 og hefur haft mikil og jákvæð áhrif á rekstur og velgengni ELKO á þeim tíma. Það er vert að þakka Gesti kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óska honum velfarnaðar á þessum tímamótum. Óttar Örn Sigurbergsson var ráðinn í hans stað en Óttar hefur starfað hjá ELKO síðan 2004, nú síðast sem aðstoðarframkvæmdastjóri og þekkir hann því afar vel til starfsemi félagsins.

Framtíðin

Festi mun áfram leggja áherslu á að þjónusta dótturfélög sín og stuðla að áframhaldandi velgengni þeirra og vexti. Félagið hefur mikið upp á að bjóða og er vel í stakk búið til að takast á við þær áskoranir og verkefni sem það stendur frammi fyrir, m.a. í kjölfar kórónuveirufaraldurs og annarra utanaðkomandi þátta á borð við aukna verðbólgu, verðhækkanir á erlendum og innlendum afurðum og hnökra á aðfangakeðju á heimsmarkaði. Það verður markmið félagsins að styðja rekstrarfélög innan samstæðunnar í ólgusjó enda stendur fjárhagurinn sterkur og eru horfur í rekstri áfram góðar. Mikil tækifæri liggja í stafrænni þróun, netverslun, sjálfbærni og loftslagsmálum og mun félagið vinna stöðugt að því að hámarka getu og umsvif félaganna með hag neytenda og hluthafa að leiðarljósi. Næsta rekstrarár mun einkennast af mörgum spennandi fjárfestinga- og þróunarverkefnum, m.a. opnun nýrra verslana, uppbyggingu þjónustu um allt land, ábyrgri kolefnisjöfnun með nýskógrækt og verkefnum sem snúa að stafrænni þróun sem er m.a. ætlað að hagræða í rekstri, auðvelda samskipti milli rekstrareininga og auðvelda viðskiptavinum lífið. Festi og rekstrarfélögin N1, Krónan, ELKO og Bakkinn vöruhótel munu enn sem áður kappkosta að sinna þörfum og óskum viðskiptavina á framúrskarandi hátt þar sem virkt samtal skiptir sköpum.

Gestur Hjaltason kveður ELKO eftir 20 ár í starfi

Gestur Hjaltason óskaði eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri ELKO frá og með 31. desember 2021. Gestur hefur verið framkvæmdastjóri félagsins frá árinu 2002 og hefur haft mikil og jákvæð áhrif á rekstur og velgengni ELKO á þeim tíma. Það er vert að þakka Gesti kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óska honum velfarnaðar á þessum tímamótum. Óttar Örn Sigurbergsson var ráðinn í hans stað en Óttar hefur starfað hjá ELKO síðan 2004, nú síðast sem aðstoðarframkvæmdastjóri og þekkir hann því afar vel til starfsemi félagsins.

Framtíðin

Festi mun áfram leggja áherslu á að þjónusta dótturfélög sín og stuðla að áframhaldandi velgengni þeirra og vexti. Félagið hefur mikið upp á að bjóða og er vel í stakk búið til að takast á við þær áskoranir og verkefni sem það stendur frammi fyrir, m.a. í kjölfar kórónuveirufaraldurs og annarra utanaðkomandi þátta á borð við aukna verðbólgu, verðhækkanir á erlendum og innlendum afurðum og hnökra á aðfangakeðju á heimsmarkaði. Það verður markmið félagsins að styðja rekstrarfélög innan samstæðunnar í ólgusjó enda stendur fjárhagurinn sterkur og eru horfur í rekstri áfram góðar. Mikil tækifæri liggja í stafrænni þróun, netverslun, sjálfbærni og loftslagsmálum og mun félagið vinna stöðugt að því að hámarka getu og umsvif félaganna með hag neytenda og hluthafa að leiðarljósi. Næsta rekstrarár mun einkennast af mörgum spennandi fjárfestinga- og þróunarverkefnum, m.a. opnun nýrra verslana, uppbyggingu þjónustu um allt land, ábyrgri kolefnisjöfnun með nýskógrækt og verkefnum sem snúa að stafrænni þróun sem er m.a. ætlað að hagræða í rekstri, auðvelda samskipti milli rekstrareininga og auðvelda viðskiptavinum lífið. Festi og rekstrarfélögin N1, Krónan, ELKO og Bakkinn vöruhótel munu enn sem áður kappkosta að sinna þörfum og óskum viðskiptavina á framúrskarandi hátt þar sem virkt samtal skiptir sköpum.